Jarlhettur 7. júlí

Jarlhettur sjást víða af Suðurlandi, enda ber þessa hvassbrýndu tinda við hvíta bungu Langjökuls. Þessi röð tignarlegra en mishárra tinda er 15 km löng frá vesturöxl Einifells og inn fyrir Innstu-Jarlhettu, sem jafnframt er hæst þeirra, 1084 m. Á annarri sprungu í sömu átt, en spölkorni framar, eru sjö tindar, allir lægri. Vestastur þeirra, og sá eini sem stendur alveg sér, er Staka-Jarlhetta uppi á Skerslum og framan við Stóru-Jarlhettu. En tilsýndar verða þessir sjö tindar ekki greindir frá þeim þrettán sem standa í aftari röðinni, enda skammt á milli þeirra. 
Jarlhettur eru með sérstæðustu fjöllum á Íslandi og jafnframt myndrænar með afbrigðum. 35821847 10214950812022384 5067385634830680064 o
Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.08:00. Þar verður sameinast í bíla og sætisverðið er kr.2.000,-
Reiknað má með að það taka u.þ.b. um 2. klst. að keyra að upphafsstaða göngunnar við Skálpanes frá Selfossi.
Gengið er um hraun og sanda
Vegalengd um 16. Km, tími um 6. klst.
Uppsöfnuð hækkun um 830 m.
Göngustjóri verður Björg Halldórsdóttir
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin