Inghóll 7, janúar

Fögnum nýju gönguári 2023 með hefðbundinni göngu á Inghól. Hittumst við Þórustaðanámu undir Ingólfsfjalli og hefjum gönguna þar. Ganga hefst kl. 10.00 og er 3 1/2 til 4 tímar.
Vegalengd er um 9 km og hækkun 500 m.323871540 470453201930913 714129080136536567 n
Erfiðleikastig 2 skór
Nauðsynlegt að vera vel búinn og með smá nesti.
Getur verið þörf á broddum.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Göngustjórar Halla Eygló Sveinsdóttir og Hulda Svandís Hjaltadóttir
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin