Því miður fellur niður gangan á Hlíðarkistu sem átti að vera næsta laugardag 14. nóv. Ástæðuna þekkjum við. Hvetjum bara alla til að vera duglega að fara í sínu nær umhverfi og fara varlega.

Kær kveðja ferðanefnd

Vegna aðstæðna höfum við ákveðið að fara aðra göngu en upphaflega var á dagskrá. Það er styttri keyrsla og fólk er kannski ekki mikið að sameinast í bíla. Farið verður á Sköflung og einhverjar slaufur það í kring eftir veðri. Sköflungur er hryggur sem gengur í norðurátt í framhaldi af Henglinum. Upphaf göngu er af Nesjavallavegi skammt ofan við Dyradal.skoflungur

Farið er frá FSU á Selfossi kl. 9.00 og haldið upp Grafning og farið þar inn á Nesjavallaleið.
Ef einhverjir eru sem vantar far er best að vera búin að tryggja sér það fyrir fram.
Við verðum að vanda okkur vel í svona ferð. Halda bili og virða allar þær reglur sem okkur ber.
Göngustjóri á vegum FFÁR
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Kæru félagar Í ljósi aðstæðna og tilmæla frá Almannavörnum fellur niður ferðin um Leggjabrjót.
Við hvetjum alla til að fara í góðan göngu og njóta útiveru. Það bætir sál og líkama.
Kær kveðja frá ferðanefnd

Leggjabrjótur er gömul þekkt þjóðleið. Hefur hún verið vinsæl gönguleið í seinni tíð. Gengið verður frá Þingvöllum niður í Botnsdal. Vegalengd er nær 18 km. Uppsöfnuð hækkun um 460 m. Göngutími áætlaður 5 - 6 tímar. Farið frá FSU Selfossi kl. 8.00 og haldið að þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum. Haldið þaðan kl. 8.45 inn að Svartagili og gengið þaðan yfir og niður í Botnsdal. Þar mun rúta ferja okkur aftur að bílunum.leggjabjpg

ATH. nauðsynlegt að hafa grímu til að nota í rútunni.
Þeir sem ekki eru í félaginu greiða 2.000 kr á staðnum fyrir farið.
Þeir sem ætla að kom verða að merkja sig MÆTI eða kvitta í comment til að við höfum fjöldan fyrir rútuna.
Þeir sem þiggja far með öðrum greiði 500 kr fyrir sætið. Gott að vera búin að hafa samband við aðra sem eru tilbúnir að vera með öðrum í bíl.
Göngustjóri á vegum FFÁR
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu hjá stjórn félagsins. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2022 er að þessu sinni um Undir jökli frá Búðum að Ennisfjalli höfundur Sæmundur Kristjánsson

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top