Að þessu sinni ætlum við að heimsækja félaga okkar í Ferðafélaginu í Vík í Mýrdal. Gönguleiðin verður valin af þeim félögum og skýrist þegar nær dregur. 
Frekari upplýsingar koma síðar.
vik i myrdalMæting er að venju við „Hornið“ (Samkaup) á Selfossi kl. 08:00, sameinast þar í bíla og ekið austur í Vík. Stefnt er að því að vera þar á planinu hjá Arion banka kl. 11:00.

Reikna má með 4 - 5 tímum á göngu.
Munið eldsneytispening 2000 kr fyrir þá sem fá far með öðrum.

Við minnum á fatnað við hæfi, gott nesti og nóg að drekka því að sjálfsögðu verður tekin nestispása. Í vetrarferðum mælum við eindregið með því að fólk hafi göngubrodda meðferðis.
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.

Með kveðju frá ferðanefnd

Högnhöfðinn er 1002 metrar á hæð. Ari Trausti og Þorleifur lýsa því sem móbergshrygg, miklu um sig, aflöngu frá norðaustri til suðvesturs, í bókinni Íslensk fjöll. Leiðinni lýsa þeir sem greiðfærri, um brattar skriður og mela.

Mæting er að venju við „Hornið“ á Selfossi kl. 08:00, sameinast þar í bíla og ekið að Úthlíð í Biskupstungum. Þar mun heimamaðurinn Ólafur Björnsson taka á móti okkur og leiða gönguna. Ekið verður frá Úthlíð að fjallsrótum.

Hækkun ca 700 m og áætluð vegalengd ca 10- 12 km. Reikna má með 6 tímum á göngu.

Munið eldsneytispening 1000 kr fyrir þá sem fá far með öðrum.

Við minnum á fatnað við hæfi, gott nesti og nóg að drekka því að sjálfsögðu verður tekin nestispása. Í vetrarferðum mælum við eindregið með því að fólk hafi göngubrodda meðferðis.
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.

Með kveðju frá ferðanefnd

Mælifell og Sandfell 11. júní

 

Minnum á gönguna á Mælifell (365 mys) og Sandfell (409 mys) á laugardaginn. Mæting við Hornið kl. 9.00. Ekið upp Grafning og verður upphaf göngunnar við skilti merkt Hraunhöfn sem er á milli Hagavíkur og Nesjavalla. Stapafell
Lengd göngunnar er um 10 km. og göngutími 3-4 klst.
Þetta er þægileg ganga ekki brattar brekkur og gott útsýni af báðum fjöllunum í góðu veðri.

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.

 Með kveðju Ferðafélag Árnesinga

 

 

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2017 er að þessu sinni helguð Ísafarðardjúpi - Við Djúpið Blátt.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:18:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top