Árnastígur - Eldvörp - Prestastígur 17. febrúar

Gönguleiðirnar eru tiltölulega greiðfærar, að mestu á sléttu hrauni.

Árnastígur liggur frá Húsatóftum við Grindavík langleiðina að Narðvík þar sem hann kemur inn á Skipastíg sem liggur svo áfram að Fitjum í Njarðvík. Vörður eru mjög greinilegar frá Húsatóftum að Stapafelli.
Eldvörp er gígaröð norðvestur af Grindavík.  Eru þar gígar stórir og verulegur jarðhiti í einum gígnum og umhverfis hann.  Þar er gufuuppstreymi og hefur verið mældur þar um 80° C hiti.
Prestastígur er gömul þjóðleið sem var gengin á milli Hafna og Grindavíkur leiðin er vel vörðuð alla leið. Nafnið Prestastígur er nýlegt heiti á fornri og fyrrum fjölfarinni þjóðleið á Reykjanesi.

arna

Um er að ræða óverulega hækkun og lengd göngu er um 13 km og göngutími um 5.klst fer eftir veðri og færð.
Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.08:30. Þar verður sameinast í bíla og sætisverðið er kr.1.500,-

  default GPS (12 KB) til viðmiðunnar.

Göngustjóri Jón Guðni Bergsson

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.

Með göngukveðju ferðanefndin.

Skömmu áður en við komum að skíðaskálanum í Bláfjöllum yfirgefum við bílana við Eldborgina, en það er mosavaxinn gígur vestan við veginn. Gígurinn er reglulega lagaður, um 200 m í þvermál og um 30 m djúpur. Frá Eldborginni hafa runnið mikil hraun og munu lengstu hraunstraumarnir hafa runnið alla leið niður í Lækjarbotna. Eldborgin var friðlýst árið 1971.
Eftir að hafa skoðað Eldborgina tökum við stefnu á Drottninguna, fær hún efalaust þetta nafn vegna nálægðar við Kóngsfellið, sem er miklu ábúðarmeira til að sjá.
Stóra-Kóngsfell er um 596 m y.s. og þaðan er frábært útsýni yfir nágrennið og til strandarinnar við Faxaflóann. Þar hafa hraunstraumar runnið upp að hlíðarrótum og þar sem hraun og malarskriður mætast eru jafnan gott að ganga. 
Þeir sem hafa mesta unun af hressandi gönguferð með víðsýni til allra átta fá einnig nokkuð fyrir snúð sinn því útsýnið yfir strandlengjuna við Faxaflóann er frábært. 

blafjoll stora kongsfell loftmynd iv

 

 

 

 

 

 

 

 

Vegalengd: um 6 km
Göngutími: um 3. klst.
Byrjunarhæð: 440. m
Mestahæð: 596. m 
Mæting er við Fjölbrautarskólann kl. 9:00, stundvíslega, þar sem safnast verður saman í bíla,verð fyrir sæti 1000-kr.
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Mynd frá Ferlir
Með göngukveðju ferðanefndin.

Svörtubjörg Selvogi 20. janúar

Við leggjum í gönguna frá Selvogsrétt á Réttartanga sem er austan við Hlíðarvatnið í Selvogi, farið er um svokallaða Flatarhóla og upp á Svörtubjörg þar eftir brúninni að Eiríksvörður, en hana er Eiríkur prestur í Vogsósum sagður hafa látið hlaða 1710 og mælt síðan svo fyrir um að á meðan varðan stæði væri Selvogur hólpinn fyrir Tyrkjanum. Héðan höldum við austur af og að fjárrétt númer 2 og síðan með stefnu á Einbúa og Vörðufellið en á því eru margar vörður sem voru reistar í sama tilgangi og Eiríksvarðan. Hér er fjárrétt númer 3.(þetta er orðið eins og réttardagur), höldum við héðan um Strandarhæð að Strandarhelli og að upphafsstað göngunnar.GPS

Um er að ræða óverulega hækkun og lengd göngu er um 12 km og göngutími um 4.klst fer eftir veðri og færð.
Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.09:00. Þar verður sameinast í bíla og sætisverðið er kr.1.000,-

  default GPS (8 KB)  til viðmiðunnar, handgerð slóð

Göngustjóri Björg Halldórssdótir

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin.

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2018 er að þessu sinni helguð Upphéraði og öræfunum suður af, höf. Hjörleifur Guttormsson.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top