Stóra Björnsfell 8. september

Stóra-Björnsfell 1050 m. rís norður af Skjaldbreið, sunnan Þórisjökuls. Fjallið varð til við eldgos undir jökli á síðustu ísöld. Útsýni af fjallinu er allgott, aðallega til suðurs og vesturs, og má m.a. sjá td. Hlöðufell og Botnssúlur og mörg önnur fjöll góðu veðri.
Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.08:00. Þar verður sameinast í bíla og sætisverðið er kr.2.000,-. Ekið sem leið liggur á Þingvelli og inn á Uxahryggjaveg(550) við þjónustumiðstöðinna og síðan inn á Skjalbreiðarveg (F338)við Brunna.
Reiknað má með að það taka u.þ.b. 1 ½ -2. klst. að keyra að upphafsstaða göngunnar frá Selfossi.
Vegalengd: um 11-18. km
Göngutími: um 5-7.klst
Byrjunarhæð: 500m
Mestahæð: 1050

  default GPS (15 KB)
Göngustjóri verður Daði Garðarsson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Fjallabak, Halldórsgil-Grænihryggur-Laugar 25. ágúst
Uppselt er orðið í ferðina inn á Fjallabak
Ekið af stað með rútu kl: 07:00. frá Fjölbraut á Selfossi, ekið er að Kirkjufellinu þar sem gangan hefst. Gengið frá Kirkjufelli, um Halldórsgil, um Sveinsgil, að Grænahrygg, í Hattver, upp Uppgönguhrygg, framhjá Skalla með stefnu á Bláhnjúk.
Boðið er uppá að fólk geti geymt farangur í rútunni.
Þeir sem hafa greitt félagsgjöld í FFÁR og FÍ fyrir árið 2018 hafa forgang í ferðina og greiða 5000- kr fyrir sætið. Þeir sem eru utan þessara tveggja félaga greiða 7000- kr. Greiðsla fer inn á reikning Ferðafélags Árnesinga 0189-26-1580 kt 430409-1580. Vinsamlegast sendi póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þegar greiðsla hefur verið innt af hendi. 

fjallab
Hér eru drög að útbúnaðarlista sem miðast við þessa göngu:
• Góðir gönguskór
• Góða vaðskó, þarf að ganga töluvert í þeim.
• Handklæði
• Legghlífar
• Húfa
• Vettlingar
• Peysa (ull eða flís)
• Nærföt úr ull eða ullarblöndu
• Auka peysa
• Vatns- og vindheldur hlífðarklæðnaður
• Nesti til að borða á göngunni, svo sem samlokur, heitt kakó, vatn og ágætt er að hafa orkuríkt nasl.
Krefjandi ganga, vaða þarf ár, og gengið eftir mjóum hryggjum. 
Göngustjóri Daði Garðarsson.
Vegalengd 22 km.
Uppsöfnuð hækkun 1280 m.
Göngutími 8-10 klst.

  folder GPS default Grænihryggur (67 KB)
http://www.airpano.ru/files/Iceland-Fjallabak/2-2 Myndskeiðið fer af stað eftir örlitla bið, Grænihryggur birtist neðst á skjánum.
Kveðja Ferðafélag Árnesinga

Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.08:30. Ökum sem leið liggur upp á Þingvelli og síðan inn á veg 50 við þjónustumiðstöðinna og síðan inn á veg F550 við Brunna og þaðan að upphafsstað göngunnar við Hrúðurkalla, tekur okkar svona 1 ½ klst að aka þetta. Fyrir þá sem nýta sér sæti hjá öðrum, er gjaldið kr.2.000- .
Gengið um mela, hraun og sanda, í bakaleiðinni væri hægt að ganga fyrir sunnan Hrúðurkarlana ef vilji er fyrir því, annað sjónarhorn og örlítið meiri ganga en ekkert til að tala um.litla
Vegalengd um 14 km 
Byrjunnarhæð 500 m
Mestahæð 914 metrar 
Göngutími áætlaður 5. klst
Göngustjóri Aðalsteinn Geirsson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2018 er að þessu sinni helguð Upphéraði og öræfunum suður af, höf. Hjörleifur Guttormsson.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top