Raufarhólshellir er rétt fyrir ofan efsta hjallann á Þrengslavegi, áður en farið er niður í áttina til Þorlákshafnar. Hann er ekki vel sýnilegur frá veginum, þótt hann sé aðeins steinsnar frá honum austanverðum. 
Hellirinn er u.þ.b. 1360 m langur og liggur að hluta undir Þrengslaveginum. Hellirinn er 10-30 m breiður og upp undir 10 m hár. Þakið er víðast u.þ.b. 12 m þykkt nema undir veginum, þar sem það þynnist stöðugt við hrun. Víða hefur hrunið úr þaki hellisins og talsvert er um ísingu, þannig að það er allerfitt að ganga hann á enda.
Hellirinn hefur goldið fyrir að hafa fundizt snemma, því að ekkert er eftir af dropasteinum eða hraunreipum. Um tíma, skömmu eftir 1990, var duftker með ösku indíána frá Eldlandi og plagg með minningu um hann í hellinum. Sagt var, að þýzkur vinur hans hafi lofað að koma jarðneskum leifum hans fyrir á viðeigandi stað. Hvort tveggja var fjarlægt. Raufarhólshellir er talinn hafa myndazt í sprungugosi, sem skildi eftir 11 km langa gígaröð. 

RaufarhólshellirGöngustjóri að þessu sinni verður Ragnar Hólm, þaulvanur björgunarsveitarmaður.
Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 09:30, stundvíslega. Þar sem safnast verður saman í bíla. Munið eldsneytispening 500 kr fyrir þá sem fá far með öðrum.
Nauðsynlegt er að hafa hjálm, gott ljós, auka rafhlöðu og góða vettlinga.
Reikna má með 3-4 klst. sjálfa gönguna fram og til baka.
Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta og taka þátt í göngu í skemmtilegum félagsskap.
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.
Með kveðju frá ferðanefnd
Gengið verður frá línuvegi skammt frá túnfæti Búrfellsbæjarins. Bærinn stendur undir samnefndu fjalli sem er kollótt móbergsfjall sem nær í um 536 m. hæð yfir sjávarmál.

Uppi á fjallinu Búrfelli er forn gígur með vatni í, sem myndast hefur við þeytigos. Þjóðsögur herma að göng séu á milli gígsins á Búrfellsfjalli og Kersins í Grímsnesi, og að þar búi nykur, en það er grár hestur sem hófarnir og eyrun snúa öfugt á. Ef einhver fór á bak nykursins þá hljóp hann með viðkomandi að vatninu í Kerinu eða á Búrfelli og stakk sér til sunds og drekkti þeim sem á baki var.

 Útsýnið af Búrfelli er frábært. Þarna sameinar maður útsýni yfir Þingvallavatn, eiginlega allt Sogið, Ingólfsfjall, Hengilinn og hið krumpaða umhverfi hans, Botnssúlur, Skjaldbreiði, Lyndgalsheiði, Laugarvatn og restina af hinum sunnlenska fjallahring: Hekla, Tindfjöll, Þríhyrningur og Eyjafjallajökull. Þetta er þægileg  fjallganga með ágætu útsýni að launum.

 Eins og jafnan í viðburðum Ferðafélags Árnesinga, er ekkert þátttökugjald, nema annað sé tekið fram, en það er mælst til að þeir sem nýta sér far hjá öðrum borgi kr. 500- fyrir farið.

Vegalengd: um 6. km
Göngutími: um 3. klst 
Byrjunarhæð: 100 m
Mestahæð: 536 m
Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta og taka þátt í göngu í skemmtilegum félagsskap.
Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 09:30, stundvíslega. Þar sem safnast verður saman í bíla,
 Göngukveðja Ferðafélag Árnesinga,

Næsta ganga er í Ölfusinu, vestanverðu. Gengið verður frá Bjarnastöðum. Leiðin liggur fyrst upp á Neðrafjall, í gegnum skógræktina sem þar er að finna og upp á Efrafjall með viðkomu á Hesti. Þaðan verður landgræðslugirðingu fylgt í vestur og að lokum verður brúnin gengin frá svokölluðum fjallsenda að upphafsstað göngunnar. 
Áætluð vegalengd er u.þ.b. 12 km og göngutíminn um 4 tímar. Hækkun væntanleg 2 – 300 metrar.
Göngustjóri í þessari ferð verður Hulda Svandís Hjaltadóttir.
Efrafjall

 

 

 

 

 

 

 

Að venju verður safnast saman í bíla við Samkaup/Hornið á Selfossi, kl. 10:00, gengið af stað frá Bjarnastöðum kl. 10:20. 
Munið eldsneytispening 1000 kr fyrir þá sem fá far með öðrum.
Við minnum á fatnað við hæfi, gott nesti og nóg að drekka því að sjálfsögðu verður tekin nestispása. 

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.
Með kveðju frá ferðanefnd.

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2017 er að þessu sinni helguð Ísafarðardjúpi - Við Djúpið Blátt.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:18:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top