Félagsfundur Ferðafélags Árnesinga

Boðað er til félagsfundur fimmtudaginn 7. október n.k. kl:20:00 í félagsheimili karlakórsins að Eyrarvegi 67. Selfossi

Efni fundar:

  • Kynnt verða drög að ferðaáætlun 2011
  • Ásdís Ingvarsdóttir og félagar greina okkur frá ferð sinni á Mont Blanc í sumar
  • Önnur mál

Kveðja Ferðafélag Árnesinga

Vörðufell (391m) stendur stakt sunnan og austan Hvítár hjá Iðu og skammt frá Skálholti. Það er þríhyrningslaga og er bæði í Biskupstungum og á Skeiðum. Uppi á fjallinu er lítið stöðuvatn, Úlfsvatn, sem reynt var að sleppa í silungi en án árangurs. Afrennsli þess er um hrikalegt klettagil, sem heitir Úlfsgil, það er sú leið sem við ætlum að fara á fjallið. Fjallið er úr móbergi og grágrýti og hvassasta horn þess er nyrzt. Það stendur á jarðskjálftabeltinu milli Heklu og Ölfuss og hefur vafalaust tekið breytinum í hvert skipti, sem jarðskjálftaskeið hafa riðið yfir.

Félagsmenn munið að greiða árgjaldið

Árgjald Ferðafélags Árnesinga  2010 er kr. 5.800.  Innifalið í árgjaldinu er m.a. árbók Ferðafélags Íslands.  Auk þess fylgir ársskírteini félagsins sem veitir betri kjör í skálum og ferðum F.Í sem og afstlátt í fjölda útivistarverslana og þjónustufyrirtækja í Reykjavík og víðar.  Greiðsluseðill fyrir árgjaldinu var sendur út til félagsmanna í lok júní og þegar hefur stór hluti félagsmenn greitt árgjaldið og fengið árbókina og skírteini afhent að Austurvegi 6. Selfossi, Kjarnabókhald. Félagsmenn sem verið hafa í sumarleyfi og á ferð og flugi eru minntir á að greiða árgjaldið.
Kveðja Ferðafélag Árnesinga

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2018 er að þessu sinni helguð Upphéraði og öræfunum suður af, höf. Hjörleifur Guttormsson.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top