Brottför frá FSU kl. 9.00 Gangan hefst ca. kl. 9.30 Ekið upp í Þrengsli og hefst gangan við endan á Litla Meitli. Afleggarinn að Litla Sandfelli er þar á móti. Genginn er hringur um 10 - 12 km og heildarhækkun um 300 m. Göngutími 3 - 4 klst. ATH. gæti þurft að hafa brodda. Far frá Selfossi 500. kreldbjpg
Göngustjóri Björg Halldórsdóttir
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Hér er meðfylgjandi upplýsingar um fyrirhugaða ferð okkar til Achensee Austurríki. 
Þeir sem eru gildir félagar og hafa greitt félagsgjald 2018 eiga forgang í ferðina.
Það er félag og maki, sambýlingur eða annað viðhengi tekið gilt.
Endilega lesa allar upplýsingr mjög vel. Þar eru allar leiðbeiningar fyrir bókun. Síðustu forvöð að borga staðfestingagjaldið er 1.feb.

Brottför er frá bílaplaninu við FSU kl. 9.00 og ekið um Suðurstandaveg. Um 1. klst akstur á upphafsstað göngu. Fyrir þá sem nýta sér sæti hjá öðrum, er gjaldið kr.1.000- . Upphaf göngu er rétt ofan við Ísólfsskála þar sem er slóði og skilti. Farið er inn á Fagradalsfjall um Nátthaga og Geldingadali. Hæðsti puntur heitir Langhóll og tekin hringleið til baka.
49864796 10156097679070838 6813056769959395328 o
Göngulengd eru nálægt 13 km og hækkun um 450 m, áætlaður göngutími 4 - 5 klst.
Göngustjóri Björg Halldórsdóttir
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2018 er að þessu sinni helguð Upphéraði og öræfunum suður af, höf. Hjörleifur Guttormsson.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top