Lög Ferðafélags Árnesinga

Lög Ferðafélags Árnesinga
1. gr. Félagið heitir Ferðafélag Árnesinga (skammstafa FÁR)
  Félagssvæðið er Suðurland.
2. gr. Félagið er áhugmannafélag og vill stuðla að ferðalögum um Ísland,            einkum Suðurland.
3. gr. Félagið er deild í Ferðafélgi Íslands en starfar sjáfstætt og hefur                sjálfstæðan fjárhag.
  Helmingur árgjalds rennur í sjóð Ferðafélags Íslands. Innan   félagsins má stofna deildir með sérstök áhugamál, s.s. unglingadeild,   fjallgöngudeild o.s.frv.
4. gr. Stjórn félgsins skipa fimm menn, kosnir á aðalfundi.
         Formaður skal kosinn sérstaklega, árlega. Aðrir stjórnarmenn skulu             kosnir á tveggja ára fresti, tveir í hvert sinn og skipta þeir með sér             verkum. Þó skal kjósa þrjá menn ef annar þeirra sem í stjórn er                 kosinn formaður.  Til bráðabirgða á fyrsta ári skulu fyrri tveir                   stjórnarmenn kjörnir til 2ja ára en síðari til 1árs.
          Í varstjórn eru tveir menn kosnir árlega og sitja þeir stjórnarfund,              en hafa aðeins atkvæðarétt í forföllum aðalmanna.
         Stjórnin skipar nefndir eftir þörfum, s.s. bygginganefnd, ferðanefnd,          ritnefnd og útbreiðslunefnd.
5. gr. Aðalfund skal halda fyrir marslok ár hvert. Þá skal stjórn félagsins            leggja fram starfsskýrslu og skoðaða reikninga. Þá skal kjósa í                  stjórn, varastjórn, einn endurskoðanda/skoðunarmann, annan til vara          og skjalavörð.
         Aðra félagsfundi heldur stjórnin þegar henni þykir ástæða til, en er            skyld til þess ef 25 félagsmenn æskja þess skriflega. Félagsfundir             teljast lögmætir ef þeir eru boðaðir með viku fyrrivara. Auglýsa skal          fundina á heimasíðu og með sérstökum tilkynningum á                           vefföng(email) félagsmanna. Atkvæðisrétt hafa allir                                  fullgildir meðlimir félagsins.
         Til lagabreytinga þarf samþykki 2/3 hluta félaga á aðalfundi.
         Stjórn félagsins ákveður árgjald, sem er ávallt það sama og er hjá               Ferðafélagi Íslands.
6. gr. Stjórnin gerir tillögur til aðalfundar um menn í stjórn og varastjórn,            ásamt tveimur  endurskoðendum/skoðunarmönnum auk skjalavarðar.          Einnig gerir stjórnin tillögur um skipan fólks í nefndir félagsins                fyrir komandi starfsár.
7. gr. Verði félaginu slitið, skal eignum þess ráðstafað til hliðstæðs félags           á Suðurlandi, Ferðafélags Íslands eða annara deilda þess.
8. gr. Að öðru leiti en hér er ákveðið gilda lög Ferðfélags Ísland.