Ferðafélag Árnesinga er aðildarfélag Ferðafélags Íslands og njóta félagar FFAR allra sömu réttinda og afsláttar og félagar FI.

Félagsmenn FÍ njóta umtalsverðra fríðinda. Má þar Árbók félagsins sem er innifalin í árgjaldi. Afslátt í ferðir félagsins, afslátt í gistingu í skála félagsins sem og í skála ferðafélaga á norðurlöndum, afslátt í fjölda verslana og fróðlegra upplýsinga um ferðalög. 

Síðast en ekki síst er félagsskapurinn afar mikilvægur, að vera í góðum hóp fólks sem hefur yndi af því að ferðast um landið okkar.

 


Skálar FÍ,  38 standa öllum opnir. Almenningur hefur not af gönguleiðum og brúm sem félagsmenn hafa merkt og smíðað. Útsýnisskífur lýsa staðháttum öllum sem á þær líta. Íslandslýsingar Ferðafélagsins, árbækurnar, eru öllum ætlaðar. Þótt Ferðafélag Íslands sé nú meðal fjölmennustu félaga landsins er enn þörf liðsmanna, sem leggja sitt af mörkum til þeirrar menningar- og ræktunarmála er Ferðafélagsmenn ástunda.

  • Með félagsaðild í Ferðafélagi Íslands opnast óteljandi möguleikar um spennandi ferðalög innanalands.
  • Ekki þarf að hafa neina sérstaka reynslu af ferðalögum til að ganga í FÍ, bara áhuga.
  • Allir félagsmenn fá félagsskírteini þar sem fram koma öll þau fríðindi sem félagsmenn njóta.

Ferðaskálar og Sæluhús FÍ og deilda þess eru alls 36 talsins 

  • Félagsmenn fá afslátt í ferðir félagsins 
  • Félagsmenn fá afslátt á gistingum í skálum félagsins
  • Félagsmenn fá þjálfun og leiðsögn um ferðalög 
  • Félagsmenn fá fréttabréf FÍ sent heim
  • Félagsmenn fá Árbók FÍ senda heim eftir að hafa greitt árgjaldið
  • Félagsmenn fá afslátt í fjölda verslana, m.a. útivistarverslana Sjá nánar hér

 

 

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2018 er að þessu sinni helguð Upphéraði og öræfunum suður af, höf. Hjörleifur Guttormsson.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top