Hrómundartindur 9. apríl

Við stefnum á næstu göngu á laugardaginn. Aðeins þarf að breyta út af settri dagskrá þar sem nota þurfti langferðabíl til að ferja okkur á milli staða.
Stefnan er tekin á Hrómundartind. Haldið verður upp Grensdal og þaðan á Hrómundartind. Tekin slaufa til baka og farið fram Dalafellið. Förum ekki í Reykjadal þar sem hann er lokaður fram í miðjan maí. Hringurinn getur teygst í allt að 18. km og uppsöfnuð hækkun 950 m Ferðin því um 6 – 7 klst.
Safnast saman við FSU þeir sem koma frá Selfossi. hró
Lagt af stað kl. 9.00
Þeir sem þurfa far með öðrum ættu að vera búnir að undirbúa það áður enn mætt er á staðinn.
Hittumst við gatnamótin að golfvellinum í Hveragerði.
Lagt af stað í göngu kl. 9.30
Við mælumst til að við höldum okkur við fjarlægðir milli fólks eftir bestu getu.

Göngustjóri úr FFÁR
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin