Hringur í Lambafellshrauni, Leiti, Nyrðri- og Syðri-Eldborg
Lagt af stað frá FSU kl. 9. Ekið að bílastæðinu við Lambafell sem er á hægri hönd þegar komið er á Þrengslaveg frá Hellisheiðinni eða Reykjavík. Gengið er yfir skarðið á milli Lambafells og Lambafellshnúks. Stefnan tekin í gegnum hraunið að Nyrðri-Eldborg. Þegar að henni er komið er haldið til norðurs í átt að Blákolli. Á þeirri leið er vegslóði sem liggur meðfram hrauntröðinni frá Nyrðri-Eldborg, um að gera að kíkja aðeins ofan í hana. Fljótlega er beygt til vesturs og gengið í suðvestur undir hlíðum Blákolls til að byrja með en síðan undir hlíðum Sauðdalahnjúka að Ólafsskarði. Þaðan tökum við stefnuna að Leiti, skoðum gíginn þar og höldum því næst að Syðri-Eldborg sem er í austurátt frá Leiti. Þegar við höfu toppað hana tökum við stefnuna á Nyðri-Eldborg og toppum hana. Þarna erum við komin hring og nú liggur leið okkar aftur að bílunum við Lambafell. Vegalengd er um 15 km og hækkun um 500 m. Gönguland að mestu gott þó alltaf þurfi að gæta að sér þar sem gengið er yfir hraun. Reiknað er með að gangan taki 5-6 klst með góðum stoppum.
Lagt af stað frá FSU kl. 9. Ekið að bílastæðinu við Lambafell sem er á hægri hönd þegar komið er á Þrengslaveg frá Hellisheiðinni eða Reykjavík. Gengið er yfir skarðið á milli Lambafells og Lambafellshnúks. Stefnan tekin í gegnum hraunið að Nyrðri-Eldborg. Þegar að henni er komið er haldið til norðurs í átt að Blákolli. Á þeirri leið er vegslóði sem liggur meðfram hrauntröðinni frá Nyrðri-Eldborg, um að gera að kíkja aðeins ofan í hana. Fljótlega er beygt til vesturs og gengið í suðvestur undir hlíðum Blákolls til að byrja með en síðan undir hlíðum Sauðdalahnjúka að Ólafsskarði. Þaðan tökum við stefnuna að Leiti, skoðum gíginn þar og höldum því næst að Syðri-Eldborg sem er í austurátt frá Leiti. Þegar við höfu toppað hana tökum við stefnuna á Nyðri-Eldborg og toppum hana. Þarna erum við komin hring og nú liggur leið okkar aftur að bílunum við Lambafell. Vegalengd er um 15 km og hækkun um 500 m. Gönguland að mestu gott þó alltaf þurfi að gæta að sér þar sem gengið er yfir hraun. Reiknað er með að gangan taki 5-6 klst með góðum stoppum.
Göngustjórar Halla Eygló Sveinsdóttir og Björg Halldórsdóttir
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin
Með göngukveðju ferðanefndin
