Hrafnabjörg

Hrafnabjörg og nágrenni 20. október

Móbergsstapinn Hrafnabjörg stendur við Þingvallavatn umflotinn hraunum sem runnið hafa á núverandi hlýskeiði.

Leið okkar liggur til Þingvalla eftir vegi 36 en beygt svo inn á Gjábakkaveg nr. 365. Búið er að fjarlægja malbikið þarna í byrjun svona fyrstu 100 m. Síðan ökum við að þeim stað þar sem malbik endar á Gjábakkavegi þar er skilti sem á stendur Leiðin að vörðu”. Þaðan er 5.8 km. grófur malarslóði að stórri vörðu sem heitir Bragabót. Slóðinn er fær öllum jeppum en varla hægt að mæla með því fara hann á fólksbílum þótt það sé eflaust hægt með aðgát.

Frá vörðunni Bragabót eru tæplega 3 km á topp Hrafnabjarga og er hækkun um 250 metrar.

Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 9:00, stundvíslega, þar sem safnast verður saman í bíla,verð fyrir sæti 1000-kr.

Vegalengd: um 11 km 
Göngutími: um 4-5 klst.

GPS til viðmiðunar

Heimild: F.Í

Göngukveðja Ferðafélag Árnesinga