Högnhöfði 9. júlí

Högnhöfðinn er 1002 metrar á hæð. Ari Trausti og Þorleifur lýsa því sem móbergshrygg, miklu um sig, aflöngu frá norðaustri til suðvesturs, í bókinni Íslensk fjöll. Leiðinni lýsa þeir sem greiðfærri, um brattar skriður og mela.

Mæting er að venju við „Hornið“ á Selfossi kl. 08:00, sameinast þar í bíla og ekið að Úthlíð í Biskupstungum. Þar mun heimamaðurinn Ólafur Björnsson taka á móti okkur og leiða gönguna. Ekið verður frá Úthlíð að fjallsrótum.

Hækkun ca 700 m og áætluð vegalengd ca 10- 12 km. Reikna má með 6 tímum á göngu.

Munið eldsneytispening 1000 kr fyrir þá sem fá far með öðrum.

Við minnum á fatnað við hæfi, gott nesti og nóg að drekka því að sjálfsögðu verður tekin nestispása. Í vetrarferðum mælum við eindregið með því að fólk hafi göngubrodda meðferðis.
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.

Með kveðju frá ferðanefnd