Hestfjallahnjúkur

Hestfjallahnjúkur 27. ágúst

Þegar gengið er upp frá Ásólfsstöðum, liggur leiðin um skóglendi, en þó ekki langa stund. Þegar komið er upp úr skóginum opnast fagurt útsýni yfir Þjórsárdal, fram að Gaukshöfða og Bringu og austur yfir Þjórsá og yfir Holta- og Landssveit.

Gengið verður vestur að Sneplafossi í Þverá, sem er snotur foss í fremur vatnslítilli á. Þverá þarf að vaða. Frá Sneplafossi er stefnan tekin á Hestfjallahnjúk. Þaðan er útsýni eitt hið mesta af öllu Suðurlandi. Í einni sjónhendingu má sjá norður í Mælifell í Skagafirði, suður til hafs, til Vestmannaeyja, vestur á Snæfellsnes, að sagt er, og austur á Vatnajökul og Hágöngur. Þrátt fyrir þetta stórkostlega útsýni er Hestfjallahnjúkurinn sjálfur lítið fyrir fjall að sjá. Þetta er varla fjall, heldur frekar eins og hver önnur hundaþúfa í landslaginu. Hann er heldur ekki hár, innan við 650 metrar og því nokkuð sérstakt hve útsýni er vítt þaðan, miðað við önnur og hærri fjöll í nágrenninu.

Af Hestfjallahnjúknum hallar landið jafnt til suðurs allt niður að bæjunum, Fossnesi, Hamarsheiði og Mástungum. Héðan er för okkar heitið, niður um Njáldru um Kepp yfir á Geitafellið með stefnu á Selfitjafjall yfir á Villingadalsfjall með stefnu á upphafsstað göngunnar með Nóngljúfur á vinstri hönd.

Vegalengd: um 17. km
Göngutími: um 5 – 6. klst
Byrjunarhæð: 160 m
Mestahæð: 614 m
1613688433gonguskor2
GPS
Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta og taka þátt í göngu í skemmtilegum félagsskap.
Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 09:00, stundvíslega. Þar sem safnast verður saman í bíla,mælst er til þess að þeir sem vilja nýta sér sæti hjá öðrum borgi 1000. kr. fyrir sætið, eða frjáls framlög
Heimild:alnetið

Göngukveðja Ferðafélag Árnesinga,