Hengilssvæði 28. janúar

Næsta ganga er á Hengilssvæðinu. Þar sem veður og færð geta verið allavega verður ekki nánari lýsing á viðburði fyrr en fimmtudagskvöld 26. jan. Stefnt er á 3 – 4 tíma göngu.
Þá kemur inn hvar upphafs staður göngu verður. Alltaf þarf að vera vel búinn og með nesti. Broddar geta verið nauðsyn.326381229 870085640967690 2736476487894551524 n
Farið verður frá FSU kl. 9.00
Göngustjóri Anna Gína Aagestad
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin