Hekla

Hekla 29. maí

Heklu þarf trúlega ekki að kynna fyrir neinum. Þetta magnaða eldfjall blasir víða við af Suðurlandinu og hefur í aldanna rás ógnað byggðum í nærsveitunum. Hekla er eitt af virkustu eldfjöllum landsins og það eldfjall sem hefur spúð frá sér mestu magni gosefna, hrauni, gjósku og vikri.

Ganga á fjallið er engum ofraun og hæg leið er á Heklu að norðvestanverðu um Skjólkvíahraunið. Þá er haldið á milli hlíðar og hrauns og nokkru innan við Rauðuskál er lagt á brattann og haldið upp meginöxlina á hátindinn (1491). Önnur leið á Heklu er frá Næfurholtsfjöllum og er þá stefnan á hátindinn tekin upp Litlu – Heklu. Hekla er eitt magnaðasta útsýnisfjall Suðurlands, Fjallabakið og tindar þess blasa við nær en fjær glittir í Hvannadalshnúk og Vatnajökul.

Vegalengd: um 13. km
Göngutími: 7+ klst
Byrjunarhæð: 500m
Mestahæð: 1491 m

GPS

 Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, hvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta og taka þátt í göngu í skemmtilegum félagsskap.

Útbúnaður: Mikilvægt er að taka með sér góðan búnað, góða gönguskó, góðan hlífðarfatnað, húfu og vettlinga, göngustafi, bakpoka og nesti. 

Mæting er við  Samkaup (Hornið), kl: 08:00 stundvíslega. Þar verður safnast saman í bíla og keyrt að upphafsstað göngunnar við Skjólkvíahraun.

Með göngukveðju Ferðafélag Árnesinga