Heiðmörk 1. febrúar

ATH. smá breyting frá áður auglýsti dagskrá.
Það er ansi víða hægt að ganga í Heiðmörk enda dásamlegt útivistarsvæði og það rétt við borgarmörkin. Hér er ein leið, um 10 km hringur sem hefst á bílastæðinu á Þingnesvegi rétt við milli Myllutjarnar og Elliiðarvatns . Ekið er Heiðumerkuvegur og yfir brýrnar hjá Helluvatni þar beygt til hægri inn Þingnesveginn ekið er ca. 700 m og þar eru bílastæði þar sem gangan hefst . Þaðan liggur stígur beint áfram í gegnum skóg. Við fylgjum honum að um þetta dámsamlega afþreyingarsvæðiheidmork
Á stíg þessum má sjá vel hversu skemmtilegt umhverfi hraunið og kjarrið er fyrir okkur göngumenn og aðra. Mikið hefur verið plantað á svæðinu og eru víða skilti sem sýna hverjir það hafa gert.
Þegar við komum að grillaðstöðu ofarlega í mörkinni fáum okkur kaffi og höldum áfram göngu okkur að upphafsstað ferðar.
Farið frá FSU kl. 9.00 og sameinumst í bíla. 500 kr fyrir far með öðrum.
Hittum göngustjórann Kristjan Snæ Karlsson við Rauðhóla.

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefnda