Hafnarfjall 6. ágúst

Hringur á Hafnarfjall. Allir topparnir. 3 skór. Vegalengdin er um 15 km og uppsöfnuð hækkun 1500 m. Göngutími 6 – 7 klst. Sjá hringinn á mynd sem fylgir.
Þetta er nokkuð krefjandi ganga á köflum og bratt sumstaðar.
Farið frá FSU Selfossi kl. 8.00 og sameinast eftir hentuleikum. Þeir sem þiggja far hjá öðrum greiði fyrir farið t.d. 2.000 kr.Screenshot 2022 08 03 2149451
Gangan hefst á plani undir Hafnarfjalli kl. 10.00 Hefðbundinn uppgöngustaður.
Göngustjórar eru Stefán Bjarnarson og Halldór Óttarsson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin