Gamli Þingvallavegur – Kóngsvegur 25.sept

ATH. Breytt dagsetning vegna veðurspár.
Gamli Þingvallavegurinn. Sá hluti sem við tökum er frá Djúpadal að Vilborgarkeldu eða við vegamótinn á Þingvallavegi og Grafningsvegi. Á þessari leið eru margar minjar sem hægt er að kíkja á.
Vegalendinn er 22 km og lítil hækkun. Göngutími 8 klst.
Gengið eftir gömlum slóðum sem eru sumstaðar farnir að gróa upp. Göngufæri því nokkuð gott.
Við mætum á endastað göngu það eru vegamótinn á vegi 36 Þingvallavegi og 360 Grafningsvegi, og þaðan flytur rúta okkur á upphafs staðinn. 
ATH. Getur snúist við eftir veðri. Verður sett inn á föstudag ef það breytist.306749689 10159079478795838 2089313250395627749 n
Rúta verður kl. 9.00 á upphafsstað göngunar.
Farið frá FSU Selfossi kl. 8.00
Þeir sem ætla að koma verða að merkja sig MÆTI/KEMST ekki seinna en um hádegi á föstudag. Nauðsynlegt út af rútu.
1.000 kr í rútu fyri félagsmenn. 2.000 kr fyri aðra. Greiðist á staðnum.
Göngustjórar Björg Halldórsdóttir og Olgeir Jónsson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin