Fjallabak, Halldórsgil-Grænihryggur-Laugar 25. ágúst

Fjallabak, Halldórsgil-Grænihryggur-Laugar 25. ágúst

Uppselt er orðið í ferðina inn á Fjallabak
Ekið af stað með rútu kl: 07:00. frá Fjölbraut á Selfossi, ekið er að Kirkjufellinu þar sem gangan hefst. Gengið frá Kirkjufelli, um Halldórsgil, um Sveinsgil, að Grænahrygg, í Hattver, upp Uppgönguhrygg, framhjá Skalla með stefnu á Bláhnjúk.
Boðið er uppá að fólk geti geymt farangur í rútunni.
Þeir sem hafa greitt félagsgjöld í FFÁR og FÍ fyrir árið 2018 hafa forgang í ferðina og greiða 5000- kr fyrir sætið. Þeir sem eru utan þessara tveggja félaga greiða 7000- kr. Greiðsla fer inn á reikning Ferðafélags Árnesinga 0189-26-1580 kt 430409-1580. Vinsamlegast sendi póst á ffarnesinga@gmail.com þegar greiðsla hefur verið innt af hendi. 

fjallab
Hér eru drög að útbúnaðarlista sem miðast við þessa göngu:
• Góðir gönguskór
• Góða vaðskó, þarf að ganga töluvert í þeim.
• Handklæði
• Legghlífar
• Húfa
• Vettlingar
• Peysa (ull eða flís)
• Nærföt úr ull eða ullarblöndu
• Auka peysa
• Vatns- og vindheldur hlífðarklæðnaður
• Nesti til að borða á göngunni, svo sem samlokur, heitt kakó, vatn og ágætt er að hafa orkuríkt nasl.
Krefjandi ganga, vaða þarf ár, og gengið eftir mjóum hryggjum. 
Göngustjóri Daði Garðarsson.
Vegalengd 22 km.
Uppsöfnuð hækkun 1280 m.
Göngutími 8-10 klst.

 GPS Grænihryggur
http://www.airpano.ru/files/Iceland-Fjallabak/2-2 Myndskeiðið fer af stað eftir örlitla bið, Grænihryggur birtist neðst á skjánum.
Kveðja Ferðafélag Árnesinga