Fjallabak

ATH.

Ferðanefnd hefur í samráði við göngustjóra ákveðið að fella niður Fjallabaksferðina. Veðurspáin er afleit ekkert vit í að fara. Við reynum við þessa leið aftur á næsta ári. 
Þeir sem voru búnir að borga fyrir rútuna vinsamlega sendið okkur póst á ffarnesinga@gmail.com  með nafni þess sem greiddi, kt og reikningsnúmer. Endurgreiðslan kemur um eða eftir helgina.
Við óskum ykkur góðrar helgar. 
Með kveðju frá ferðanefnd.

 

Fjallabak 15.ágúst

Að þessu sinnu verður gengið frá Álftavatni til Landmannalauga. Daði Garðarsson mun sjá um göngustjórn og leiðarval, nánari leiðarlýsing kemur síðar en áætluð vegalengd er 25 km og göngutími 9 klst.Fallabak

Brottför frá Samkaup/Horninu á Selfossi kl 7:00. Þar verður rúta sem keyrir hópinn í Álftavatn og síðan verður rúta sem sækir í Landmannalaugar þegar þangað er komið. Gera þarf ráð fyrir löngum degi og að komið verði til baka á Selfoss seint að kvöldi.
Ekki er hægt að fara í þessa ferð nema með rútunni og hámarksfjöldi er 48 manns. Verð fyrir félagsmenn FFÁR og annarra deilda FÍ er 5000 kr (það miðast við að fólk hafi þegar greitt félagsgjöldin fyrir 2015) en 8000 kr fyrir aðra. Félagsmenn FFÁR höfðu forkaupsréttá sæti í rútunni til 1. ágúst en núna hafa allir sama rétt og gildir þá reglan “fyrstir koma – fyrstir fá”.
Til að skrá sig í ferðina þarf að senda póst á ffarnesinga@gmail.com með nafni og kt og vinsamlega takið fram hvort þið eruð félagsmenn í FÍ eða ekki – við þurfum að vita það vegna fargjaldsins.

Við minnum á fatnað við hæfi, gott nesti og nóg að drekka.

GPSaf leiðinni

Akstur frá Selfoss að Álftavatni tekur um 3 ½ klst.
Byrjunarhæð 540 metrar
Mestahæð 970
Uppsöfnuð hækkun 1200 metra
Vegalengd 26 km.
Áætlaður göngutími 8-9 klst.
Töluverður hluti göngunnar er í snjó.
Lagt af stað frá Álftavatni um Einstigisgil yfir Torfajökul niður í Jökulgil, muna eftir vaðskóm það þarf að vaða Jökulkvíslina, upp Uppgönguhrygg, niður á milli gilja (Litla og StóraBrandsgil), Laugar.

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.

Með kveðju frá Ferðanefnd. 🙂