Félagsfundur fimmtudagskvöld 16. apríl

Fyrsti félagsfundur Ferðafélags Árnesinga, eftir stofnfundinn, verður fimmtudag 16. apríl kl 20 í sal Karlakórs Selfoss syðst við Eyraveg. Páll Ásgeir Ásgeirsson mun koma með fræðslu á þann fund og kynna ferðabækur sínar. Umræður um sumarstarfið.

 
Þeir sem ganga í félagið fram að og á þessum fundi, teljast stofnfélagar.
 
Ákveðið hefur verið að vera með kvöldgönguferðir á hverju miðvikudagskvöldi og byrja 22. apríl. Hittast í Samkaup við Tryggvagötu kl 20:00 og ganga innanbæjar. Hópurinn geti sammælst um að skreppa út fyrir bæjarmörkin ef mál þróast svo.
 
Þá hefur verið ákveðið að vera með mánaðarlegar ferðir um helgar, sem við köllum Göngugleði.
18. apríl verði fyrsta Göngugleðin og þá valið úr 3 mismunandi uppástungum, sem verði létt byrjun á starfinu.
16. maí er stefnt á Hengilinn.
20. júní er stefnt á Jónsmessugöngu frá Úthlíð.
11. júlí er stefnt á Kerlingafjöll.
8. ágúst er stefnt inn í Nýjadal og um Vonarskarð.
 
Þá minnum við á ferðaáætlun FÍ á bæklingi þeirra og á vefnum www.fi.is
 
Aðalskristofa FÍ mun sjá um innheimtu félagsgjalda fyrir deildina okkar. Greiðsluseðlar verða sendir út í maí, um leið og Árbókin kemur út, en seinkun hefur orðið á útgáfu hennar. Bókin í ár mun fjalla um Vestmannaeyjar. Fólk getur valið um að vera aðalfélagar í Ferðafélagi Árnesinga eða FÍ og fylgja því sömu réttindi, en meirihluti félagsgjaldsins rennur til deildarinnar hér, ef fók velur hana.
 
Á þessari vefsíðu mun birtst ferðaáætlun okkar eftir fundinn og fleira fróðlegt verður að sjá.
Sendum ykkur tölvupóst þegar þar að kemur. Því er mikilvægt að félagsmenn gefi upp netfang sitt.

Netfang Ferðafélags Árnesinga er ffarnesinga@gmail.com