Faxi 24. ágúst

3 skóa ferð.
Ferðinni núna er heitið á fjall sem heitir Faxi. Er það á Fjallabaksleið syðri. Er þetta á fáförnu svæði. Faxi er rúmlega 800 m hár en gönguhækkun 500 – 600 m.
Er þetta 5 – 6 tíma ganga. Gönguland er svolítið gróft á kafla. Einnig þarf að vaða sprænu Hagafellskvísl. Gott að hafa vaðskó.
Þurfum við jeppa og jepplinga til að komast á upphafs stað göngu.
Þeir sem eru með far fyrir aðra mega gjarnan bjóða það fram í umræðu.
Förum frá FSU kl. 8.00 og hittum göngustjórann á planinu við Miðjuna á Hellu.
 
Göngustjóri Sævar Jónsson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin