Eldborgir undir Meitlum – Stóra Sandfell 2. febrúar

Brottför frá FSU kl. 9.00 Gangan hefst ca. kl. 9.30 Ekið upp í Þrengsli og hefst gangan við endan á Litla Meitli. Afleggarinn að Litla Sandfelli er þar á móti. Genginn er hringur um 10 – 12 km og heildarhækkun um 300 m. Göngutími 3 – 4 klst. ATH. gæti þurft að hafa brodda. Far frá Selfossi 500. kreldbjpg
Göngustjóri Björg Halldórsdóttir
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin