Dagskrá 2012

Ferðaáætlun Ferðafélags Árnesinga fyrir árið 2012.

Gönguræktin er alla miðvikudaga. Mæting  kl. 20 við Samkaup Tryggvagötu 40. Selfossi,  gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Þátttaka er ókeypis.

Í lengri göngur er mæting við Samkaup kl: 09:00 að alla jöfnu, þar sem safnast er saman í bíla. Þátttaka er ókeypis nema annað sé tekið fram. Dagsferðir miðast við laugardaga, eins getum við fært ferð frá laugardegi á sunnudag ef veðurspá gefur ástæðu til. Nánari lýsing á ferð og ferðatilhögun á heimasíðu þegar nær dregur.

7. janúar, laugardagur

Óvissuferð

21. janúar, laugardagur. 1 skór

Arnarfell við Þingvallavatn, létt og þægileg ganga í byrjun árs.

4. febrúar, laugardagur. 1 skór

Jósepsdalur létt ganga í fjallasal. Göngutími 3 klst.

18. febrúar, laugardagur. 1 skór

Fjöruganga Stokkseyri – Þorlákshöfn. Göngutími 5-6 klst.

3. mars, laugardagur.  1. skór

Hestfjall í Grímsnesi. Leiðin á fjallið verður valin eftir veðri og færð. Göngutími 2-3 klst.

24. mars, laugardagur. 2 skór

Ingólfsfjall að vestanverðu. Göngutími um 4 klst.

7. apríl, laugardagur. 2 skór

Hengill/ Vörðuskeggi um Skeggjadal. Göngutími um 4. klst.

18 apríl, miðvikudagur. (síðasti vetrardagur). 2 skór

Kvöldganga á Ingólfsfjall. Göngutími um 3. klst.

21. apríl Laugardagur 2. skór

Litli og StóriMeitill.  Göngutími 3 – 4 klst.

5.maí, laugardagur 2. skór

Lambafell í Þrengslum. Göngutími 3 – 4 klst.

19. maí, laugardagur. 1 skór

Ásavegur í Flóa. Göngutími 4 – 5 klst.

9. júní, laugardagur. 3 skór

Eyjafjallajökull. Gengin verður Skerjaleið, upp með Grýtutindi. Gengið norðan við skerin að Goðasteini. Göngutími 10 klst. Hækkun 1400 m.

23. júní, laugardagur. 3 skór

Akrafjall um Jónsmessu. Göngutími 5-6 klst. Hækkun  600 m.

7. júlí, laugardagur. 3 skór

Skógar – Fimmvörðuháls – Básar.  Hækkun um 1000 m. Göngutími um 10. klst.

28. júlí. Laugardagur. 3 skór

Botnssúlur. Gengið upp frá Svartagili um Gagnheiði, norður fyrir Súlnaberg, upp með Háusúlu, í Bratta og á Syðstu Súlu. Hækkun um 1000 m. Göngutími 8 – 10 klst.

25. ágúst, laugardagur. 3 skór

Friðland að fjallabaki. Gengið frá Kirkjufelli, um Halldórsgil, um Sveinsgil, að Grænahrygg,í Hattver, upp Uppgönguhrygg, framhjá Skalla með stefnu á Bláhnjúk. Heildarhækkun 1280 m. Göngutími  8-10 klst. Ferðumst saman í rútu.

8. september,

Helgarferð. Gist í skála í Þórsmörk. Grillað og fjallganga báða dagana t.d. Rjúpnafell – Valahnjúkur

29. september, laugardagur. 3 skór

Kálfstindar frá Gjábakkavegi.  Hækkun um 560 m. Göngutími 4 – 5 klst.

6. október, laugardagur. 3 skór

Skriða frá Gullkistu ofan við Miðdal. Hækkun um 350 m. Göngutími 5 – 6 klst.

20. október, laugardagur. 2 skór

Hrafnabjörg og nágrenni Göngutími 4-5 klst.

3. nóvember, laugardagur

Bjarnarfell við Helludal. Gengið er frá bænum Neðri-Dal. Hækkun um 600 m. Göngutími 3 – 4 klst.

17. nóvember, laugardagur.

Óvissuferð.

1. desember, laugardagur. 2 skór

Hellisheiði

12. desember, miðvikudagur

Jólagleði fyrir alla fjölskylduna í Hellisskógi. Gengið um skóginn, boðið upp á kakó, piparkökur og sögustund.

ATH. Allir göngumenn eru á eigin ábyrgð í ferðum okkar. Athygli er vakin á að fólk kanni sínar fjölskyldu- og frítímatryggingar.
Léttar og stuttar dagleiðir (yfirleitt 4 – 6 klst.), mest gengið á sléttlendi, léttur dagspoki , engar, eða litlar ár, flestum fært.
Miðlungslangar dagleiðir (yfirleitt 5- 7 klst.), oft í hæðóttu landi, bakpoki þarf ekki að vera þungur, engar eða auðveldar ár, þátttakendur þurfa að vera í nokkuð góðri þjálfun.
Nokkuð langar dagleiðir (yfirleitt 6 – 8 klst.), oftast gist í húsum en getur þurft að bera tjöld, gengið í fjalllendi, getur þurft að vaða erfiðar ár, þátttakendur þurfa að vera í góðri þjálfun.
Erfiðar og langar dagleiðir (jafnvel yfir 10 klst.), gengið í fjalllendi með allt á bakinu, má búast við erfiðum ám, aðeins fyrir fólk í mjög góðri þjálfun.
Athugið: Hér er einungis um viðmiðun að ræða. Einstakar ferðir geta fallið undir fleiri en einn flokk og ófyrirsjáanlegar breytingar á ytri aðstæðum, t.d. veðri, geta valdið breytingum á því hversu erfið ferð reynist verða.
Netfang: ffarnesinga@gmail.com
Aðrir viðburður:

Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands á www.fi.is