Búrfell í Þjórsárdal

Búrfell í Þjórsárdal 21. september

Gengið upp á fjallið að suðvestanverðu, um svo kallaða niðurgöngugil.
Forliður nafnsins Búrfell er líklega dreginn af hinum fornu útibúrum, sem stóðu ein sér og í voru geymd matvæli, dýrir munir og svo framvegis. Þau gátu staðið nokkuð frá jörð svo að skepnur kæmust ekki í þau.  Búrfell standa oft stök og skera sig úr að lögun, og minna sum þeirra á hús.

Í fyrndinni bjuggu tröllkonur tvær, önnur í Bjólfelli en hin í Búrfelli; þær voru systur og féll vel á með þeim; fór því tröllkonan úr Búrfelli oft að hitta systur sína austur yfir 

Burfell3Þjórsá og Rangá austur í Bjólfell og eins má ætla að systir hennar úr Bjólfelli hafi gjört þótt þess sé ekki getið.burftrack Búrfell er mjög klettótt og vegghamrar í öllum eggjum þess. Austan undir því miðju hér um bil eru klappir tvær sín hvorumegin Þjórsár ekki allháar og upp úr ánni milli klappanna standa tveir klettar ámóta háir og klappirnar svo að áin fellur þar í þrem kvíslum. Þessar stillur er sagt að tröllkonan úr Búrfelli hafi sett í Þjórsá svo að hún þyrfti ekki að væta sig í fæturna er hún fór að finna systur sína og stokkið þar yfir ána í þremur hlaupum. Heita nú klettarþessir síðan Tröllkonuhlaup.

Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 9:00, stundvíslega, þar sem safnast verður saman í bíla,verð fyrir sæti 1500-kr.

Vegalengd: um 11. km
Göngutími: um 4. klst.
Byrjunarhæð: 139. m
Mestahæð: 669. m

Heimild: veraldarvefurinn

Kveðja Ferðafélag Árnesinga