Brekkukampur

Brekkukambur í Hvalfirði er tæplega 650 metra hár. Í leiðarmati er sagt: Auðveld ganga á fjall sem opnar ný sjónarhorn. Gönguleiðin er upp frá Miðsandi og er lýst sem, gróin hlíð, mosi og melar efst.
Göngutími er 4 – 5 tímar.189471627 10158277666415838 7989191872509122559 n
Farið frá FSU Selfossi kl. 8.00 hittumst síðan við N1 í Mosó þeir sem koma af höfuðborgarsvæðinu.
Förum þaðan inn Hvalfjörð að Miðsandi og hefst gangan um kl. 9.50
Þeir sem vilja þiggja far hjá öðrum ættu að greiða fyrir það 1.000 kr. frá Selfossi.
Þó það séu komnar tilslakanir á sóttvörnum er betra að tryggja sér far áður.
Göngustjóri er á vegum FFÁR
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin