Bláfell

Bláfell 23. júlí

Bláfell er raunar fyrir sunnan Hvítárvatn og engan veginn á Kili,en þetta er mikið fjall og fagurt og girnilegt til fróðleiks. Það er ílangt nokkuð í stefnu NA-SV, og hátindurinn, 1204 m y. s., lítill

um sig, en allbrattur, er framan til við miðju og skilinn af skarði frá norðurbungu fjallsins, sem er nokkru lægri, 1160 m y. s. Bláfell er úr móbergi og bólstrabergi upp undir brúnir, en grágrýtislögum þar fyrir ofan. Að þessu leyti má það teljast til þeirrar fjallgerðar, sem nefnd hefur verið stapi og síðar verður frá sagt. En á hinn bóginn er lögun Bláfells önnur en stapanna og miklu óreglulegri.

Bláfell sést víða að og þjóðsögur um risann sem þar hefur búsetu eru vel þekktar. Þrátt fyrir að þjóðvegurinn yfir Kjöl liggi við rætur fjallsins og tiltölulega auðvelt sé að ganga á fjallið, fara sárafáir þangað upp.

Vegalengd: um 9. km
Göngutími: 4-5. klst
Byrjunarhæð: 560 m
Mestahæð: 1204 m
GPS
Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta og taka þátt í göngu í skemmtilegum félagsskap.
Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 9:00, stundvíslega. Þar sem safnast verður saman í bíla, mælst er til þess, að þeir sem vilja nýta sér sæti hjá öðrum borgi 1000. kr. fyrir sætið.
Heimild :veraldarvefurinn
Göngukveðja Ferðafélag Árnesinga