Söguslóðir stríðsáranna
Miðvikudagskvöldið 13. maí verður kvöldganga undir leiðsögn Árna Erlingssonar, sem ætlar að fræða göngufólk um söguslóðir stríðsáranna á Selfossi. Safnast verður saman við Samkaup (Hornið) á Selfossi og lagt af…
Miðvikudagskvöldið 13. maí verður kvöldganga undir leiðsögn Árna Erlingssonar, sem ætlar að fræða göngufólk um söguslóðir stríðsáranna á Selfossi. Safnast verður saman við Samkaup (Hornið) á Selfossi og lagt af…
Fyrirhugaðri helgarferð í Kerlingarfjöll hefur verið flýtt um eina viku og verður hún 3. - 4. júlí. Þetta er gert af því að mikið er bókað í húsin helgina á…
Ferðafélag Árnesinga stendur fyrir gönguferðum með barnavagna og kerrur, mánudag til föstudags, 11. - 15. maí. Lagt af stað frá Samkaup (Horninu) á Selfossi kl 18 alla dagana. Öllum heimil…
Lýsing á gönguferð á Hengilinn sunnudaginn 17. maí nk. Eins og staðan er í dag þá er töluverður snjór á gönguleiðinni, en veðurspáin er frábær.
Safnast verður saman við Samkaup (Hornið) við Tryggvagötu 40 á Selfossi, þar sem fólk getur sameinast í bíla. Lagt verður af stað kl 09:30, ekið verður að Skíðaskála Víkings í Sleggjubeinsskarði þar sem gangan hefst, ætluð heimkoma er kl 16:00.
Önnur gönguræktin var þann 29. apríl og gekk ljómandi vel. Alls mættu 16 manns og var gengið um Hellisskóg. Gengnir voru 5,7 km á rétt innan við klukkutíma. Í fyrstu…
Miðvikudagskvöldið 13. maí verður kvöldganga undir leiðsögn Árna Erlingssonar, sem ætlar að fræða göngufólk um söguslóðir stríðsáranna á Selfossi. Safnast verður saman við Samkaup (Hornið) á Selfossi og lagt af…
Það voru 10 manns sem mættu galvaskir í göngu, þrátt fyrir að veðurútlit væri ekki upp á það besta. Þungbúið var og skyggni lítið en veður sæmilega stillt. Ekið var upp á Hellisheiði inn á Ölkelduháls. Má segja að sá er þetta ritar hafi ekki kannað veginn nægilega vel því hann reyndist hálf ófær. Þó tókst að koma Cheerokee bíl Sigga Óla á leiðarenda með því að ýta aðeins í gegnum skaflana. Halldór Ingi vildi ekkert svona kæruleysi og beið eftir syninum sem ekur einum öflugusta og frægasta fjallabíl landsins.
Fyrsta göngugleði Ferðafélags Árnesinga verður laugardag 18. apríl. Safnast verður saman við Samkaup (Hornið) við Tryggvagötu 40 á Selfossi, þar sem fólk getur sameinast í bíla. Fara þarf á fjórhjóladrifnum bílum, en alls ekki er krafa um öfluga jeppa. Lagt verður af stað kl 09:30 og ekið sem leið liggur upp á Hellisheiði og þaðan um slóða til norðurs að Ölkelduhálsi. Þaðan verður gengið á Hrómundartind. Áætluð heimkoma er kl 14:30.