Vörðufell 9. okt. 2010

Vörðufell (391m) stendur stakt sunnan og austan Hvítár hjá Iðu og skammt frá Skálholti. Það er þríhyrningslaga og er bæði í Biskupstungum og á Skeiðum. Uppi á fjallinu er lítið stöðuvatn, Úlfsvatn, sem reynt var að sleppa í silungi en án árangurs. Afrennsli þess er um hrikalegt klettagil, sem heitir Úlfsgil, það er sú leið sem við ætlum að fara á fjallið. Fjallið er úr móbergi og grágrýti og hvassasta horn þess er nyrzt. Það stendur á jarðskjálftabeltinu milli Heklu og Ölfuss og hefur vafalaust tekið breytinum í hvert skipti, sem jarðskjálftaskeið hafa riðið yfir.

(more…)

Comments Off on Vörðufell 9. okt. 2010

Árgjald

Félagsmenn munið að greiða árgjaldið Árgjald Ferðafélags Árnesinga  2010 er kr. 5.800.  Innifalið í árgjaldinu er m.a. árbók Ferðafélags Íslands.  Auk þess fylgir ársskírteini félagsins sem veitir betri kjör í…

Comments Off on Árgjald

Hvalfellið 18.september

Næsta ferð hjá okkur er á Hvalfellið, algengasta leiðin á fjallið er upp úr Botnsdal með Glym á aðra hönd, en leiðin sem við ætlum að fara er frá Uxahryggjaleið, farið er upp á Tröllhálsinn, gömlu leiðina sem liggur að Uxahryggjum, beygt til vestur inn á slóða sem liggur átt að Hvalvatni, á vinstri hönd höfum við Háusúlu.

(more…)

Comments Off on Hvalfellið 18.september

Gestabók

 Góðir félagsmenn og aðrir sem skoða vefinn okkar.   Næsta göngurækt verður á Ingólfsfjall. Ganga á upp að efiri vörðu þar sem búið er að koma fyrir veglegum stálkassa fyrir…

Comments Off on Gestabók

Botnssúlur

Botnssúlur 4. september

       Eitt af mest áberandi og eftirtektarverðu fjöllunum í nágrenni Þingvalla eru Botnssúlur. Kannski  nær augað að fanga, Skjaldbreið, Hlöðufell og Skriðu. Oftar en ekki fá Botnssúlur að fljóta með í bakgrunni á myndum af Þingvöllum þar sem þær teygja sig hnarreistar til himins.

(more…)

Comments Off on Botnssúlur

Helgarferð

Helgarferð 21 – 22. ágúst. Breyting

 

Þar sem gisting  og grillveisla í Sæluríki virðist ekki hafa neinn hljómgrunn, höfum við ákveðið að fella þann hluta alveg niður. Það verður sum sé ekki grill og helgardvöl  í Sæluríki.
 
Ferðirnar standa óbreyttar. Mæting í báðar ferðir við Samkaup kl: 9:00 laugardags-og sunnudagsmorgun þar sem safnast verður saman í bíla. Gangan á Hlöðufell hefst kl: 11:00  á upphafsstað og gangan á Skjaldbreiði hefst kl: 10:30. Ekið verður að Hlöðufelli  í gegnum Laugarvatn til að komast að Hlöðufellinu. Litlar 4drifsbifreiðar eiga að komast þetta báða dagana.
 

Veðurspá báða dagan er með miklum ágætum. Gangan á Skjaldbreið er sérlega hentug fyrir þá sem hafa þótt síðustu göngur full erfiðar.

 

Helgarferð gist í skála við Tjaldafell, fjallganga báða dagana Hlöðufell og td. Skjaldbreið.

(more…)

Comments Off on Helgarferð

Myndir

  Myndir komnar inn vefinn úr árbókargöngunni og slóði inná glæsilegar myndir frá  Einari Bjarnasyni.

Comments Off on Myndir

Langur laugardagur, BREYTING

 ATH, breyting, breytingVegna fjölda áskorana og það að margir vilja njóta bæjarhátíðarinnar "Sumar á Selfossi" á laugardaginn og að veðurhorfur eru ekki nógu góðar, hefur verið ákveðið að gangan um…

Comments Off on Langur laugardagur, BREYTING

Fjallabak 22. ágúst 2020

 Fjallabak 22. ágúst.

Sælir félagar.
Mér þykir það miður að þurfa aflýsa ferðinni inn í Landmannalaugar .Þetta er gert vegna COVID-19 og þá um leið þeirra tilmæla sem komu fram í leiðbeiningum frá heilbrigðisráðherra um 2. metra fjarlægð á milli manna sem er regla sem er ekki valkvæð. ÁBYRGÐ-SKYNSEMI-VIRÐING.
Sjáumst vonadi sem fyrst á fjöllum.
 
Gjaldkeri okkar mun endurgreiða/leggja inn á viðkomandi. Vinsamlegast sendið bankaupplýsingar á hana sigrun.helga@simnet.is
Með kveðju Daði

 

Ef lýsa ætti Landmannalaugum í tveimur orðum, þá væru orðin “andstæður og fjölbreytileiki”.  Gróið-gróðurvana, bratt-slétt, hrjúft-mjúkt, heitt-kalt, blátt-appelsínugult, svart-hvítt, margt-fátt, stórt-smátt.  Í norðurjaðri litríks og stórskorins fjalllendis er úfið hraun.  Í jöðrum þess spretta fram heitar lindir.  

(more…)

Comments Off on Fjallabak 22. ágúst 2020

Ferð á gosstöðvarnar

Gosferð 24. júlíÞar sem félagsmenn sýna mikinn áhugia á því að við ferðumst saman inn í Þórsmörk um helgina, hefur verði ákveðið að við munum taka rútu frá Samkup (Horninu) kl:…

Comments Off on Ferð á gosstöðvarnar