Austan við Bláfell 7.ágúst

Gönguleiðin sem farinn verður liggur austan við Bláfell. Gangan hefst við brúna yfir Hvíta og gengið með henni fram í Fremstaver. Göngufæri er nokkuð þægilegt. Melar, móar og smá mýrar. Hækkun er lítil og er þá helst verið að fara upp og niður smá gil. Vegalendi er nær 25 km.
Á þessari leið er fossinn Ábóti. Þar einnig að finna gamlan gangnamanna kofa.
Farið verður frá FSU kl. 8.00 og keyrt inn í Fremstaver. Síðasti spölurinn á þeirri leið er ekki góður fyri litla fólksbíla en hægt að komast það.
Þeir sem eru á þannig bílum ættu að ath. með far hjá öðrum.blafell
Farið úr Fremstaveri kl. 10.00 með rútu sem fer með okkur að upphafsstað göngunnar.
Að göngu lokinni í Fremstaveri verður grillað. Sér félagið um það.
Allir eru velkomnir.
Það kostar ekkert fyrir félagsmenn en utanfélagsmenn greiða 5.000 kr fyrir rútu og grill.
Það er nauðsynlegt fyrir alla að skrá sig í þessa ferð.
Ekki síðar en fimmtudagskvöldið 5. ágúst.
Annaðhvort GOING á viðburðinn eða með tölvupósti á ffarnesinga@gmail.com eða sms í 848 8148
Greiða má á staðnum með peningum einnig er hægt að millifæra.
Kt. 430409-1580 banki 0189-26-1580 og senda kvittun á ffarnesinga@gmail.com
Ef greitt er með millifærslu og hætt er við ferð þarf að tilkynna það í tölvupósti eigi síðar en 5. ág og færst aldrei endurgreitt meira en 75 %
Göngustjóri Björg Halldórsdóttir
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin