Hittumst á bílastæðinu við FSU kl. 8:00 og sameinumst í bíla.
Ekið upp á Hellisheiði og beygt til hægri skömmu eftir að komið er upp Kambana. Ekið að upphafsstað göngu við Ölkelduháls og lagt á bílastæði skammt frá litlu kúluhúsi yfir borholu.
Vegurinn að Ölkelduhálsi er fær flestum bílum, en betra er að vera ekki á litlum fólksbíl.
Áætluð gönguvegalengd 11 km, uppsöfnuð hækkun 320 m og uppsöfnuð lækkun 320 m.
Göngulandið er þægilegt, en aðeins grýtt í Tindagili. Áætlaður göngutími 5 tímar með nestispásu.
Athugið að þegar ekið er til baka frá Ölkelduhálsi og komið að veginum um Hellisheiði er óheimilt að beygja þar til vinstri. Farið varlega, líklega best að keyra í vestur átt að Skíðaskálanum í Hveradölum og snúa þar við.
Ekið upp á Hellisheiði og beygt til hægri skömmu eftir að komið er upp Kambana. Ekið að upphafsstað göngu við Ölkelduháls og lagt á bílastæði skammt frá litlu kúluhúsi yfir borholu.
Vegurinn að Ölkelduhálsi er fær flestum bílum, en betra er að vera ekki á litlum fólksbíl.
Áætluð gönguvegalengd 11 km, uppsöfnuð hækkun 320 m og uppsöfnuð lækkun 320 m.
Göngulandið er þægilegt, en aðeins grýtt í Tindagili. Áætlaður göngutími 5 tímar með nestispásu.
Athugið að þegar ekið er til baka frá Ölkelduhálsi og komið að veginum um Hellisheiði er óheimilt að beygja þar til vinstri. Farið varlega, líklega best að keyra í vestur átt að Skíðaskálanum í Hveradölum og snúa þar við.
Leiðsögumaður: Kristín Silja Guðlaugsdóttir
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin
Með göngukveðju ferðanefndin