Árnastígur – Eldvörp – Prestastígur 17. febrúar

Árnastígur – Eldvörp – Prestastígur 17. febrúar

Gönguleiðirnar eru tiltölulega greiðfærar, að mestu á sléttu hrauni.

Árnastígur liggur frá Húsatóftum við Grindavík langleiðina að Narðvík þar sem hann kemur inn á Skipastíg sem liggur svo áfram að Fitjum í Njarðvík. Vörður eru mjög greinilegar frá Húsatóftum að Stapafelli.
Eldvörp er gígaröð norðvestur af Grindavík.  Eru þar gígar stórir og verulegur jarðhiti í einum gígnum og umhverfis hann.  Þar er gufuuppstreymi og hefur verið mældur þar um 80° C hiti.
Prestastígur er gömul þjóðleið sem var gengin á milli Hafna og Grindavíkur leiðin er vel vörðuð alla leið. Nafnið Prestastígur er nýlegt heiti á fornri og fyrrum fjölfarinni þjóðleið á Reykjanesi.

arna

Um er að ræða óverulega hækkun og lengd göngu er um 13 km og göngutími um 5.klst fer eftir veðri og færð.
Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.08:30. Þar verður sameinast í bíla og sætisverðið er kr.1.500,-

 GPS til viðmiðunnar.

Göngustjóri Jón Guðni Bergsson

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.

Með göngukveðju ferðanefndin.