ATH. þurfum að víxla strandgöngu og Arnarfelli frá fyrr útgefinni dagskrá.
Arnarfell við Þingvallavatn er lágreist og þægilegt göngufjall.
Í bókinni Íslensk fjöll segir;Þrátt fyrir litla hæð yfir umhverfið er talsvert ýtsíni af Arnarfelli. Í norðvestri sér yfir Þingvallavatn til Esju og Skálafells. Lengra til hægri er Kjölur, fjallendi milli Hvalfjarðar og Þingvalla. Þá taka við Búrfell, Botnssúlur og Ármannsfell. Austan Ármannsfells sjást Mjóafell fremra og innra, en þar á bakvið Lágafell er gengur inn af Hofmannaflöt. Innst á Mjóafelli innra er Gatfell, áberandi af Arnarfelli séð. Í norðaustur er Skjaldbreiður og þar sést í Þórisjökull. Hægra meginn við Skjaldbreið sést Tindaskagi og nær Hrafnabjörg austan við Þingvallalægðina. Síðan er Kálfstindar og fram af þeim Stóri og Litli Reyðarbarmur. Milli þeirra Barmaskarð.
Í bókinni Íslensk fjöll segir;Þrátt fyrir litla hæð yfir umhverfið er talsvert ýtsíni af Arnarfelli. Í norðvestri sér yfir Þingvallavatn til Esju og Skálafells. Lengra til hægri er Kjölur, fjallendi milli Hvalfjarðar og Þingvalla. Þá taka við Búrfell, Botnssúlur og Ármannsfell. Austan Ármannsfells sjást Mjóafell fremra og innra, en þar á bakvið Lágafell er gengur inn af Hofmannaflöt. Innst á Mjóafelli innra er Gatfell, áberandi af Arnarfelli séð. Í norðaustur er Skjaldbreiður og þar sést í Þórisjökull. Hægra meginn við Skjaldbreið sést Tindaskagi og nær Hrafnabjörg austan við Þingvallalægðina. Síðan er Kálfstindar og fram af þeim Stóri og Litli Reyðarbarmur. Milli þeirra Barmaskarð.
Leið verður valin þegar að ferð kemur og fer það eftir veðri og aðstæðum. Göngutími áætlaður 3 – 4 tímar. Að vanda búa sig vel í vetrar aðstæðu.
Hittumst við FSU of förum þaðan kl. 9.00 Sameinast í bíla.
Hittumst við FSU of förum þaðan kl. 9.00 Sameinast í bíla.
Göngustjóri Guðjón Pétur Arnarson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin
Með göngukveðju ferðanefndin
