Ferðaáætlun Ferðafélags Árnesinga fyrir árið 2013
Gönguræktin er alla mánudaga kl. 17:30. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Upplýsingar á Fésbókinni.
Í lengri göngur er mæting við Samkaup Tryggvagötu 40. Selfossi kl: 09:00 að alla jöfnu, þar sem safnast er saman í bíla. Þátttaka er ókeypis nema annað sé tekið fram. Dagsferðir miðast við laugardaga, eins getum við fært ferð frá laugardegi á sunnudag ef veðurspá gefur ástæðu til. Nánari lýsing á ferð og ferðatilhögun á heimasíðu þegar nær dregur.
5. janúar, laugardagur
Óvissuferð
Mosfell, létt og þægileg ganga í byrjun árs, frá kirkjuhlaðinu á Mosfelli.
2. febrúar, laugardagur. 1 skór
Þrasaborgir, létt ganga frá Lyngdalsheiði
16. febrúar, laugardagur. 2 skór
Strandarkirkja – Hælisvík. Fjórða strandgangan, nú frá Strandarkirkju um Herdísarvík í Hælisvík.
2. mars, laugardagur. 2 skór
Stóra-Kóngsfell – Þríhnjúkar, eitt hrikalegasta og sérstæðasta náttúrufyrirbrigði á suðvesturhorninu.
16. mars, laugardagur. 2 skór
Ingólfsfjall hringur upp á fjallinu.
6. apríl, laugardagur. 2 skór
Skálafell frá Þurá í Ölfusi
21. apríl, laugardagur. 2 skór
Kistufell um Grindaskörð, Kerlingaskarð og Draugahlíðar
24. apríl, miðvikudagur. (síðasti vetrardagur). 2 skór
Kvöldganga á Ingólfsfjall. Ný leið austan megin á fjallinu.
4. maí, laugardagur. 2 skór
Selvogsgata. Frá Grindaskörðum um Hvalskarð að Hlíðarvatni.
18. maí, laugardagur. 3 skór
Skarðasheiði. Frá Efra-Skarði er gengið á brattann og haldið undir Skarðshyrnuna og vestur með henni. Síðasti hlutinn upp á sjálft Heiðarhornið (1.053m.) er nokkuð brattur. Hægt er að fara sömu leið niður eða halda niður í Skarðsdal og ganga niður með Skarðsá.
8. júní, laugardagur. 3 skór
Snæfellsjökull frá Náttmálahnúk
22. júní, laugardagur. 2 skór
Laxárgljúfur. Niður með gljúfrinu um Hrunakrók að Kaldbaki.
13. júlí, laugardagur. 3 skór
Kristínartindar í Skaftafelli. Hæsti tindur þeirra rís 1126 m yfir sjó og þaðan er frábært útsýni á góðum degi. Byrjunin á leið okkar liggur upp brekkurnar um Hrútagil, hlykkjumst síðan upp hlíðarnar með stefnu á tindinn.
27. júlí, laugardagur. 3 skór
Kerlingarfjöll, Fannborg,Snækollur, Snót og Loðmundur. Þessi gönguleið liggur um fjóra hæstu tinda Kerlingafjalla og ná þeir allir yfir 1400 metra hæð, Snækollur þeirra hæstur eða um 1490 metrar.
17. ágúst, laugardagur. 3 skór
Friðland að Fjallabaki. Óhefðbundin leið um Friðlandið
7. september,
Helgarferð og uppskeruhátíð. Gist í skála í Þórsmörk. Grillað og fjallganga báða dagana.
21. september, laugardagur. 2 skór
Búrfell í Þjórsárdal. Gengið upp á fjallið að suðvestanverðu, um svo kallaða niðurgöngugil.
5. október, laugardagur. 2 skór
Skarðsfjall og hellar að Hellum. Lagt verður af stað frá bænum Hellum og að göngu lokinni verður hægt að skoða stærsta manngerða helli á Íslandi, sem er þar við bæjarhlaðið.
19. október, laugardagur. 2 skór
Lágafell Þingvallasveit. Upphaf göngunnar er við Hofmannaflöt um Biskupaflöt að Gatfelli og síðan á Lágafellið og komið niður um Meyjarsætið.
2. nóvember, laugardagur. 2 skór
Reykjadalur, Dalafell. Dalurinn ber nafn með rentu, enda eru gufustrókar og hverir hér og þar í dalnum. Við Klambragil stefnum við á Dalaskarðið og göngum suður Dalafellið og fram af því og niður Rjúpnabrekkur.
16. nóvember, laugardagur.
Óvissuferð.
Jólagleði fyrir alla fjölskylduna í Hellisskógi. Gengið um skóginn, boðið upp á kakó, piparkökur og sögustund.
ATH. Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða og slysatryggingu fyrir ferðir. Félagið áskilur sér rétt til að hætta við, fresta eða til að breyta áætlun vegna veðurs eða annara utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka. Léttar og stuttar dagleiðir (yfirleitt 4 – 6 klst.), mest gengið á sléttlendi, léttur dagspoki , engar, eða litlar ár, flestum fært.
Miðlungslangar dagleiðir (yfirleitt 5- 7 klst.), oft í hæðóttu landi, bakpoki þarf ekki að vera þungur, engar eða auðveldar ár, þátttakendur þurfa að vera í nokkuð góðri þjálfun. Nokkuð langar dagleiðir (yfirleitt 6 – 8 klst.), oftast gist í húsum en getur þurft að bera tjöld, gengið í fjalllendi, getur þurft að vaða erfiðar ár, þátttakendur þurfa að vera í góðri þjálfun. Erfiðar og langar dagleiðir (jafnvel yfir 10 klst.), gengið í fjalllendi með allt á bakinu, má búast við erfiðum ám, aðeins fyrir fólk í mjög góðri þjálfun. Athugið: Hér er einungis um viðmiðun að ræða. Einstakar ferðir geta fallið undir fleiri en einn flokk og ófyrirsjáanlegar breytingar á ytri aðstæðum, t.d. veðri, geta valdið breytingum á því hversu erfið ferð reynist verða. Netfang: ffarnesinga@gmail.com Aðrir viðburður:
Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands á www.fi.is