Ingólfsfjall að vestanverður 24. mars.
Gangan hefst við Þórustaðanámuna, höldum síðan vestur með fjallinum framhjá Silfurberginu sem skagar útúr vesturhorni fjallsins, þar upp af er Arnarnípan vinsæll staður Hrafna. Héðan liggur leið okkar undir vestur hlíðum fjallsins, með Hólstaðagilið á hægri hönd, gegnum Strórgrýtið, upp Lyngbrekkurnar með Kaldbak (311 m.y.s) fyrir norðan okkur.
Stefnu nú á Inghóll og svo hefðbunda leið að Djúpadal. Kvittun hér í gestabókina eins og góðir gestir gera sem ganga á Ingólfsfjallið.
Eins og jafnan í viðburðum Ferðafélags Árnesinga, er ekkert þátttökugjald, nema annað sé tekið fram. Það er svo samkomulags atriði milli þeirra sem ferðast saman í bíl, hvernig þeir deila þeim kostnaði á milli sín. Eins og alltaf þá eru allir velkomnir.
Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 9:30, stundvíslega, þar sem safnast verður saman í bíla, göngufólk getur einnig mætt við námuna.
Vegalengd: um 14-15 km.
Göngutími: um 4-5 klst.
GPS til viðmiðunar
Heimildir: veraldarvefurinn
Með kveðju Ferðafélag Árnesinga