Litli og StóriMeitill 21. apríl
Ekið sem leið liggur upp í Þrengsli. Þegar komið er að LitllaMeitli, er beygt út af veginum til hægri inn á vegslóða þar sem gangan hefst.
Haldið er upp Meitilstagl sem gengur suður úr Litlameitli (465 m.y.s.) og er frekar róleg hækkun, rúmlega 200 metrar á 1,5 km. Af LitlaMeitli er svo gengið í sveig eftir hryggnum sem tengir Litlameitil við Stórameitil (514 m.y.s) og kallast það Milli Meitla. Er það um 130 metra lækkun frá Litlameitli og svo þarf að hækka sig aftur upp á Stórameitil er er það rétt innan við 200 metra róleg hækkun.


Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 9:30, stundvíslega, þar sem safnast verður saman í bíla, það er svo samkomulagsatriði á milli þeirra sem ferðast saman í bíl, hvernig þeir deila þeim kostnaði á milli sín.
Vegalengd: um 10 km
Göngutími: um 4 klst
Heimildir: Toppatrítll, mynd, Lárus SA
Með kveðju Ferðafélag Árnesinga