Kynning á dagskrá 2026. -7. nóvember kl. 19:00
Næstkomandi föstudag þann 7. nóvember verður Ferðafélag Árnesinga með kynning á ferðum næsta ár. Meðal annars er stefnan tekin á Suður-Tíról. Kynningin verður á Hótel Örk í Hveragerði og hefst kl. 19:00. Boðið verður upp á léttar veitingar en drykkir ekki innifaldir.
Það er nauðsynlegt að skrá sig og greiða fyrir kl. 18:00 fimmtudaginn 6. nóvember svo hægt sé að áætla fjölda vegna veitinga. Verð á mann en 2.000 kr. og greiðist inn á reikning félagsins 0189-26-1580, kt. 430409-1580 og vinsamlegast sendið kvittun fyrir greiðslu á netfangið gjaldkeri@ffar.is .
Kæru félagsmenn endilega takið með ykkur gesti og höfum gaman saman. Hlökkum til að sjá sem flesta.
Stjórn ffar