Geitahlíð 25. október

ATH. Fylgist með viðburðinum gæti verið færður á milli daga eftir veðurspá.
Geitahlíð er 385 m hátt fjall svolítið vestar en Herdísarvík. Þar undir eru tvær Eldborgir. Hæðsti hluti Geitahlíðar heitir Æsubúðir. Útsýni þaðan er til sjávar, Krísuvíkur og út á Reykjanes, yfir í Faxaflóa og til Brennisteinsfjalla. Við tökum hring þarna sem er 10 – 12 km langur. Förum með hlíðinni eftir gamalli þjóðleið áður en við höldum upp og tökum hring þar og komum niður hjá Eldborgunum. Getum síðan bætt Eldborgunum við. Göngufærið er alveg ágætt. Gangan tekur 4 – 5 klst.
Hittumst við FSU og förum þaðan kl. 9.00 Sameinumst í bíla og höldum Suðurstrandarveg og beygjum síðan inn á Krísuvíkurveg no 42 og beigjum fljótlega til hægri. Gott stæði við Eldborgina.
Göngustjóri Björg Halldórsdóttir
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin