Þessi ganga er tvískipt. Tvö fjöll með mjög stuttu millibili á Holtamannafrétti.
Bæði eru mjög góð útsýnisfjöll. Báðar leiðir eru stikaðar og er skilti við Veiðavatnaleið sem vísar á gönguleiðirnar.
Vatnsfell er sagt um 720 m hátt og er gönguhækkun 335 m og vegalengd um 8 km.
Þóristindur er um 820 m hár og gönguhækkun er 320 m og vegalengd 6.5 km.
Nokkuð þægilegt gönguland er á bæði fjöllinn.
Heildar göngutími ca. 6 klst.
Farið frá FSU selfossi kl. 8.00 Ekið að Vatnsfells virkjun – malbik alla leið þangað. Ca. 1 ½ klst. akstur.
Þar tekur við nokkra km vegur í átt að Veiðivötnum sem er fyrir jeppa og jepplinga.
Bæði eru mjög góð útsýnisfjöll. Báðar leiðir eru stikaðar og er skilti við Veiðavatnaleið sem vísar á gönguleiðirnar.
Vatnsfell er sagt um 720 m hátt og er gönguhækkun 335 m og vegalengd um 8 km.
Þóristindur er um 820 m hár og gönguhækkun er 320 m og vegalengd 6.5 km.
Nokkuð þægilegt gönguland er á bæði fjöllinn.
Heildar göngutími ca. 6 klst.
Farið frá FSU selfossi kl. 8.00 Ekið að Vatnsfells virkjun – malbik alla leið þangað. Ca. 1 ½ klst. akstur.
Þar tekur við nokkra km vegur í átt að Veiðivötnum sem er fyrir jeppa og jepplinga.
Göngustjóri Ingibjörg Sveinsdóttir
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin
Með göngukveðju ferðanefndin