Góðir félagar !
Minnum á félagsfundinn í Karlakórsheimilinu kl: 20:00 í kvöld. Kaffiveitingar. Á fundinn mætir Leifur Þorsteinsson, en hann hefur skrifað nokkrar ferðabækur og hefur starfað sem fararstjóri hjá FÍ um árabil. Hann fræðir okkur um Torfajökulssvæðið, svæðið fyrir botni Hvalfjarðar yfir að Þingvöllum og fleira.
Vinsamlegast takið þátt í skoðanakönnum sem er í gangi á ffar.is og skoðið nýja og glæsilega framsetningu á myndavefnum.
Á fundinum hefst skráning fyrir alvöru í göngu-og jeppaferðina Hrafntinnusker og rýnt verður í veðurhorfur helgarinnar. Enn vantar trússara.
Á fundinum ræðum við einnig og metum starfsemina á þessu hálfa ári sem liðið er frá stofnun. Ítarlegri skoðanakönnun fer fram á fundinum og verður hún ferðanefndinni veganesti um næstu viðburði. Ræddar verða hugmyndir að nokkurra daga sumarleyfisferð næsta sumar.
JGB