Vordufell

Vörðufell

 ATH! Vegna mjög slæms veðurútlits á laugardaginn (ekkert ferðaveður) hefur ferðanefnd ákveðið að færa gönguna yfir á sunnudagin 15. mars.

 

Laugardaginn 14. mars ætlum við að ganga á Vörðufell sem er allmikið fjall, um 7 km að lengd og 4 km þar sem það er breiðast. Það er bæði í Skeiðahrepp og Bláskógabyggð.

 

 

Vörðufellið er 392 metrar yfir sjó, hækkunin ca 320 metrar og við verðum 3-4 klst í ferðinni.

Við leggjum af stað frá Samkaupum á Selfossi kl 9:00, sameinumst í bíla og samkvæmt venju kostar sætið 1000 kr

Keyrum sem leið liggur austur og upp Skeið, beygjum Skálholtsveginn og síðan afleggjarann að Helgastöðum, þar leggjum við bílunum og pössum að teppa ekki veginn.Vordufell

Gangan hefst við túnfótinn, við tökum stefnuna á Nóngilið og þar upp á fjallið, göngum góðan hring umhverfis Úlfsvatn og niður aftur Valagil ef færi leyfir.

Þetta er létt ganga og við flestra hæfi og ætlum við að njóta en ekki þjóta í þessari ferð.

Göngustjóri verður Sigrún Jónsdóttir sem er uppalin á Ósabakka á Skeiðum og þekkir fjallið og umhverfi  þess vel, jafnvel verður pabbi hennar Hafliði Sveinsson bóndi á Ósabkka einnig með í för . 

Verum vel klædd, tökum með gott nesti, heitt á brúsa og göngubroddana.

Ferðafélag Árnesinga