Vörðufell er eitt af þessum þægilegu stak stæðu fjöllum okkar. Víðáttan til allra átta og fjallahringurinn okkar hér í sýslunni blasir við okkur frá Ingólfsfjalli að fjöllunum sem eru meðfram uppsveitunum. Á góðum degi sést inn á Langjökul og til Kerlingafjalla. Hekla, Tindfjöll og Eyjafjallajökull. Síðan öll þar á milli. Lágsveitirnar blasa líka við.
Gangan er um 8 -10 km með uppsafnaðri hækkun upp á 500 m. Gönguleiðinn á fjallið er þægilegar aflíðandi brekkur með góðu göngulandi. Mart áhugavert að skoða í landslaginu á leiðinni. Gefum okkur tíma til að njóta.
Eins og venjulega í vetrarferðum skiptir máli að vera vel búinn með gott nesti. Broddar geta verið nauðsynlegir eftir aðstæðum.
Við hittumst við FSU á Selfossi kl. 9.30 og sameinumst og höldum að upphafsstað göngunnar sem er skammt frá bænum Iðu.
Göngustjóri er Magnús Baldursson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin