Aðeins öðruvísi en hinar hefðbundnu leiðir á Vífilsfellið.
Helstu gönguleiðir eru þessar:
1.Norðausturhornið sem er algengasta leiðin
2.Ölduhorn, áhugaverð og falleg
3.Gilið, afar fáfarin en stórfalleg
4.Páskabrekka, tiltölulega létt leið
5.Kirkjan, þægleg leið, tvískipt.
Okkar ganga er 9. km. rúmir 3 tímar á göngu, mesta hæð 655 metrar.
Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.09:00. Þar verður sameinast í bíla og sætisverðið er kr.500- reiknum með að vera við upphafsstað göngunnar um kl:09:30, sem er rétt fyrir ofan gamla skálann sem er á vinstri hönd, sést á kortinu undir viðburðinum, keyrt er inn afleggjara um 300 metrar svolítið grófur, en allt hefst það með gætninni.
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin