Kveðjum veturinn með kvöldgöngu á Ingólfsfjallið
Um leið og félagið óskar ykkur gleðilegs sumars og þakkar fyrir góða þátttöku í gönguferðum vetrarins, höfum við ákveðið að vera með kvöldferð 24. apríl n.k.síðasta vetradag (frídagur daginn eftir).Von okkar er að sjá ykkur sem flest í þá göngu.Upphafsstaður göngunnar er á milli Alviðru og Tannastaða bæjana, og þaðan beint af augum upp á brún Ingólfsfjalls, og síðan á Inghóll,eða valmöguleiki(rauður) er að fara beina stefnu á vörðuna fyrir ofan Djúpadal, þar sem gestbókin bíður okkar.
Þetta er svolítið brött byrjun, gætum þurft að ýta undir rass eða tvo, en engum verður meint af því.
Vegalengd: gula leiðin 7. km, rauða leiðin 4. km.
Göngutími: um 3. Klst
Byrjunarhæð: 50m
Mestahæð: 551m
Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, hvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta og taka þátt í göngu í skemmtilegum félagsskap.
Lagt verður af stað frá Þórustaðarnámu kl. 18:00, stundvíslega. Þar verður safnast saman í rútu og okkur keyrt austur fyrir fjallið að upphafsstað göngunnar, gjald kr. 500-.
Útbúnaður: hlífðarfatnaður, eitthvað að maula og drekka og þar sem gangan er að kvöldi til og við gætum lent í því að það verði farið að skyggja í lok göngunnar, er mælt með því að taka með sér ljós.
Lagt verður af stað frá Þórustaðarnámu kl. 18:00, stundvíslega. Þar verður safnast saman í rútu og okkur keyrt austur fyrir fjallið að upphafsstað göngunnar, gjald kr. 500-.
Útbúnaður: hlífðarfatnaður, eitthvað að maula og drekka og þar sem gangan er að kvöldi til og við gætum lent í því að það verði farið að skyggja í lok göngunnar, er mælt með því að taka með sér ljós.
Heimildir: könnun á vettvangi.
Með göngukveðju Ferðafélag Árnesinga