Vestursúla frá Botnsdal 7. apríl

Vestursúla frá Botnsdal 7. apríl

Ekið er inn Hvalfjörð, innst í firðinum er ekið afleggjara að gamla Botnsskála og áfram veginn inn Botnsdal (sama leið og að Glymi). Vegurinn endar á bílastæði skammt frá bænum Stóra-Botni.
Gangan hefst á bílastæðinu við Stóra-Botn gengið er yfir göngubrú á Botnsá. Í fyrstu er gengið eftir sömu slóð og þegar farið er um Leggjarbrjót. Þegar komið er að svokölluðum Sandhrygg er honum fylgt og haldið á brattann. Er haldið beint upp hrygginn þar til tindi Vestursúlu er náð. Vestursúla er gott útsýnisfjall og aðvelt uppgöngu en taka verður tilliti til þess að það er enn vetur skv. almannaki. Búnaðarkröfur eru jöklabroddar og ísexi.
búnaður
 
 
 
 
 
 
 
 

Vesturs

Mikilivægt er að vera búin í samræmi við veður og aðstæður.
Vestursúla er áberandi frá Hvalfirði og er hluti af Botnsúlum sem telur nokkra tinda.
Heildargöngutími er um 6+ tíma (upp og niður).
Hæðarhækkun: 1.029 metrar
Gönguvegalengd: 15 kílómetrar (upp og niður)
GPS leið

Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta og taka þátt í ódýrri líkamsrækt og göngu í skemmtilegum félagsskap
Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.08:00. Þar verður sameinast í bíla og ekið í Botnsdal, sætisverð kr.1.500-. reikna má að gangan hefjist um kl: 09:45.
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Göngustjóri
Með göngukveðju ferðanefndin.