Förum frá FSU Selfossi kl. 8.00 og höldum á Hellu þar sem við hittum göngustjórann Sævar Jónsson. Þaðan er um 1 klst. akstur á upphafs stað göngu. Farið er inn á Syðri Fjallabaksleið vegur F210 og haldið eftir honum en síðan tekin slóði í átt að Heklu. Mælum ekki með honum fyrir fólksbíla en allt í lagi fyrir jepplina. Engin vöð að fara yfir.
Vatnafjöll er fjallgarðurm sem liggur á milli Heklu og Tindfjalla. Eru þar nokkrir tindar sá hæðsti nær tæpum 1100 m og stefnum við þangað. Þau sjást vel víða að en falla svolítið skuggan af nágrönnum sínum. Fjallasýn þaðan svíkur því engan. Eru þetta ekki fjölfarinn fjöll en það gerir þau kannski svolítið spennandi.
Er þarna nokkuð þægilegt gönguland. Hækkun er um 700 m og áætlaður göngutími 5 tímar. Verður svolítið leikið eftir veðri.
Gott væri að þeir sem ætla að mæta merki sig MÆTI/GOING
Er þarna nokkuð þægilegt gönguland. Hækkun er um 700 m og áætlaður göngutími 5 tímar. Verður svolítið leikið eftir veðri.
Gott væri að þeir sem ætla að mæta merki sig MÆTI/GOING
Myndinn sem fylgir er yfirlitsmynd af svæðinu þar sem við verðum og appelsínugult X næri þar sem við hefjum göngu.
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin
Með göngukveðju ferðanefndin