Umhverfis Skarðsmýrarfjall 23. janúar

Umhverfis Skarðsmýrarfjall

Eins og vanalega þegar við höldum í hann þá  hittust við á bílastæðinu við Samkaup(Hornið)  kl. 09:30 stundvíslega. Höldum þaðan akandi upp á Hellisheiði og inn á  veginn sem liggur í átt að Skarðsmýrarfjallinu,rétt fyrir ofan við Hveradali. Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra að mæta.

Við hefjum ferð okkar umhverfis Skarðsmýrarfjall úr Hellisskarðinu, sem er milli Stórareykjafells og Skarðsmýrarfjalls. Um skarðið hefur vegurinn austur um Hellisheiði legið frá öndverðu (smbr. Kjalnesingasögu),  allt þar til akvegurinn var lagður vestan við Stórareykjafell á síðari hluta 19. aldar.Frá Hellisskarði tökum við stefnuna austur með Skarðsmýrarfjalli. skarsÞessi hluti leiðarinnar er sléttur undir fæti, því ökuslóðir liggja meðfram fjallinu, færar flestum bílum, enda eiga margir leið hér um vegna skálanna sem reistir hafa verið inn með fjallinu austanverðu. Hérna er hraun undir fæti, því eldstöðvar eru margar á  þessum slóðum og hefur hraun frá þeim runnið upp að fjallshlíðinni. Forfeður okkar völdu sér gjarnan veg um landslag líkt og þetta því milli hrauns og hlíiðar eins og hér, er landið ofast slétt, sandorpið og greiðfært yfirferðar. Þetta er forn leið og var fjölfarin fyrrum milli Grafnings og byggðarinnar við Faxaflóa.Við þokumst áfram og nálgumst austurhorn Skarðsmýrarfjalls. Þar rennur Hengladalaáin fram. Hún á upptök í suðurhlíðum Hengils og í Innstadal, fellur síðan um svonefnd Þrengsli, meðfram  Litla-Skarðsmýrarfjalli og suður á Kambabrún. Þaðan rennur hún í þröngu gili og í fögrum fossum niður í Reykjadal og framhjá Hveragerði. Heitir hún þá Varmá. Við skulum ganga að ánni við Þrengslin og skoða gljúfrin, sem hún hefur myndað þar, en síðan höldum við upp með henni og inn í Innstadal.pofileInnstidalur er luktur fjöllum að mestu. Fyrir botni hans gnæfir Hengillinn, en í suðurátt opnast hann um þröngt skarð, á milli Sleggju og Skarðsmýrarfjalls.  Örskammt í norðvestur frá stærsta gufuhvernum í dalnum er hár móbergsklettur móti vestri. Ofarlega í honum er hellir og grastó lítil þar fyrir framan. Ekki er fært þangað upp nema fyrir góða klettamenn. Þessi hellir á sína sögu, því þar hafa fundist leyfar af grjóthleðslu og nokkuð af dýrabeinum. Bendir allt til þess, að einhverntíman fyrr á tímum hafi dvalið hér maður eða menn í felum, því þetta er hið besta fylgsni. Engar kunnar heimildir eru þó til um slíkt. Við skoðum þennan helli síðar í sumar.Frá hverunum röltum við í rólegheitum suður dalinn því ekkert liggur á. Innan stundar stöndum við í efstu brún skarðsins og framundan er brekkan ofan í Sleggjubeinsdal.Við skulum staldra við um stund og setjast niðu áður er lagt er af stað í síðasta áfangann. Framundan sjáum við Hólinn, Svínahraunið og fjöllin og fellin vestan við það, sem ástæðulaust er að nefna hér.  Ef bjart er veður og skyggni gott er sjálfgefið að leggja smá lykkju á leiðina, skreppa upp á Skarðsmýrarfjallið eða Sleggjuna. Þetta eru frábærir útsýnisstaðir og ferðin þangað upp marg borgar sig. Höldum við nú niður Sleggjubeinsskarðið í átt að Kolviðarhól kolv1sem var á fyrri hluta seinustu aldar einn þekktasti staður landsins. Þar áttu leið um, allir þeir, sem ferðuðust um Hellisheiði, fjölmargir þáðu þar gistingu og annan beina. Nú er öldin önnur. Háreista, glæsilega húsið er horfið og grunnur þess jafnaður við jörð. Túnið þýfður sinuflóki og ein virkjun, einu ummerki þess liðna,grafreiter grafreitur síðustu gestgjafanna, sem byggðu þennan stað. Hann stendur fyrir sunnan bæjarhólinn og er vitni um það þrek og þrautseygju er þeir bjuggu yfir, sem hér lifðu og störfuðu.Tökum við nú stefnuna á Hellisskarðið. Uppi á skarðsbrúninni þar sem þessari gönguferð líkur, köstum við mæðinni um stund og lítum til baka. Útsýnið hefur fríkkað nokkuð og við sjáum vestur yfir Svínahraunið, þar sem það hefur runnið í áttina að Kolviðarhóli og Húsmúlanum, ofan á grónu, eldra hrauni. Vísindamenn hafa bent á að hluti Svínahrauns geti hafa runnið um árið 1000 og austasti hluti þess sé það hraun sem sagan segir að hafi stefnt í átt að Hjalla í Ölfusi þá daga, sem skipt var um trúarbrögð á Aþingi það ár.

Heimildir: FFAR og F.Í

GPS-leið

Með því að smella á myndirnar stækka þær.

Vegalengd: 11 km
Göngutími: 4-5. klst
Byrjunarhæð: 400m
Hækkun: 100m

1613688433gonguskor2

Göngukveðja Ferðafélag Árnesinga