Umhverfis Ingólfsfjall

Umhverfis Ingólfsfjall 22. mars, breytt dagsetning

     Í þessari lýsingu fyrir næstu gönguferð sem verður réttsælis umhverfis Ingólfsfjallið, rifjum við upp helstu örnefni og kennileiti í og við fjallið.

   Byrjum talninguna vestast, Fjallsöxl (Silfurbergið), Hólstaðagil, Stóraurð, Kagagil, Kallbakur, Kagi, Miðmundagil, Ferðamannagil, Grænhóll, Tindastóll (hár klettur í landi Alviðru), Gönguskarð (gönguleið upp á Inghóll frá Alviðru), Saumakonusteinn (er svo til beint upp af og nokkuð fyrir ofan steinþróna við Fjallslækjarlindina), Flataberg, Brennugil, Blákollur (hann hrappaði úr fjallinu í jarðskálftanum 1896). Næst kemur Hrútabrekka (er nokkuð upp í fjallinu, skammt fyrir ofan Blákoll), Sængurkonusteinn, margt væri hægt að segja um hann, hér er ein saga:

umhverfis Vegerðin gróf skurð fyrir 1960 og þá var Sængurkonusteininn fyrir svo þeir settu hann ofan í holu, en þegar grein var skrifuð um steininn í Morgunblaðið 21. Sept. 1967, varð það til þess að steinninn var sóttur í holuna og settur á flöt skammt n.v af Blákolli. Eyðhvammsskarð (er fyrir ofan Eyðihvammskriðu), Eyðihvammsskriða (er stór skriða austanvert við Eyðihvamm), Eyðihvammur (dalur eða lægð í fjallinu). Markhamar (landamerki Árbæjar og Hellis), Markasteinn (er stór steinn er stendur fyrir neðan hamarinn, landamörkin aðeins vestar. Breiðabrekka, Birgisbrekka, Markhamar (landamerki Árbæjar og Þórustaða), Djúpidalur (helsta gönguleiðin á fjallið), Stóraskriða, Ýmuskarð, Ámundarmúli (munnmæli segja að Erlendur gamli lögmaður á Strönd í Selvogi hafi vegið þar mann), Arnarnípa, Klettabrekka og Smjörbrekkur    

Örugglega er hægt að bæta fleiri örnefnum í þessa upptalningu, ef einhverjir vilja bæta við þetta, þá endilega mæta í þessa göngu og hella úr viskubrunni sínum.

Mæting er við Þórustaðanámu kl. 9:00,  stundvíslega, þar sem gangan hefst.
Vegalengd: um 22 km
Göngutími: um 6-7. klst.
Heimild:Árni Erlingsson, veraldarvefurinn

Kveðja Ferðafélag Árnesinga