Úlfljótsvatn – Hveragerði 24. júní

Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.08:30. Ökum inn í Reykjadal að uppblásna íþróttahúsinu þar sem rúta mun sækja okkur um kl:08:45 og flytja að upphafsstað göngunnar.
Leiðin liggur frá Úlfljótsvatni í gróðursælu landi meðfram Fossá, yfir grónar Selflatir og upp Dagmálafell. Farið eftir Efjumýrarhrygg og upp á Álút, þar sem er fallegt útsýni yfir Ölfus og Þingvallavatn. Þaðan munum fara undir Dalskarðshnúk og gegnum Dalskarð og niður í Reykjadal (og væntanlega Klambragil). Þar verður hægt að fara í bað, þannig að þeir göngumenn sem vilja geta tekið með sér sundföt og handklæði. Við göngum síðan niður Reykjadalinn og Rjúpnabrekkur þar sem bílarnir bíða eftir okkur.ulfljotsvatn
Göngustjóri Daði Garðarsson
Vegalend um 18. km
Göngutími um 5-6 klst.
Byrjunarhæð 100 metrar
Mestahæð 495. metrar

 Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.

Með göngukveðju ferðanefndin