ÞORSMORK

ÞÓRS..ÞÓRS…ÞÓRSMERKURFERÐ.

 

Farið verður í Þórsmörk 7-8. september n.k. Mæting hjá Samkaup kl: 9:00. Ekið verður á einkabílum á Hvolsvöll, þar sem farið verður í fjórdrifsrútu frá Kynnisferðum og ekið sem leið liggur í Þórsmörk í Skagfjörðsskála. Ólafur Auðunsson keyrir rútuna. Rútan verður áfram til taks og ekur með hópinn inn í Bása að loknu nestisstoppi. Gengið verður á Útigönguhöfðann, jafnvel upp á Morinsheiði, eða einhver afbrigði eftir nánari ákvörðun. Því ættu allir að geta fundið sér gönguferðir við hæfi og notið haustlitadýrðarinnar. 

ÞÓRSMERKURLJÓÐ

Að lokinni göngu hefst undirbúningur grillveislunnar en grilluð verða úrbeinuð lambalæri. Það er eini maturinn sem er innifalinn í verði ferðarinnar. Að lokinn matarveislu verður gleði og gaman með söng, gítarglamri og sögum. Farið verður í háttinn ekki seinna en á miðnætti.

Ræs í morgungöngu kl: 10:00 að loknum morgunverði. Gengið verður á Valahnjúk og kannski eitthvað meira. Á heimleiðinni verður komið við í Merkurkeri. Þar ætla þau allra hörðustu að vaða í ánni.

Sama verð og í fyrra kr 6,000 á félagsmann (FÍ og aðrar deildir) og maka og kr 8,000 fyrir aðra. Innifalið í því er gisting, rútuferðin og kvöldmaturinn. Annan mat þarf að hafa með sér. Séð verður til þess að heitt verði á könnunni. Nú hafa um 20 manns greitt staðfestingargjald. Pláss er fyrir tæplega 40 manns. Þátttaka staðfestist með greiðslu inn á reikning 1169-26-1580, kt 430409-1580. Innborgun skoðast sem staðfesting á skráningu. Ekki er nauðsynlegt að senda email á ffarnesinga@gmail.com nema frekari skýringa sé óskað.

Göngukveðja Ferðafélag Íslands