Þrasaborgir

Þrasaborgir 2. febrúar

Efst uppi á Lyngdalsheiði standa hólar nokkrir háir mjög og hallar heiðin út frá þeim á alla vegu. Hólar þessir heita Þrasaborgir, og er mælt að þeir, sem land áttu að heiðinni,

hafi barist þar á fleti þeim sem liggur vestan undir hólunum, og Stríðsflötur heitir. Það voru þeir bændur frá Efra-Apavatni, Klausturhólum, Búrfelli og Efri-Brú og unnu þeir sigur á bændunum frá Neðra-Apavatni, Björk, Neðri-Brú og Kaldárhöfða. Nú eiga hinir síðartöldu bæir ekkert land að Þrasaborgum, heldur hinir, og á það að hafa haldist frá þeim tíma, sem þessi bardagi var. í riti Sögufélagsins frá árinu 1940  segir að saga þessi hafi á sér fullkomin ólíkindablæ. Borgirnar bera sýnilega nafn sitt af mannsnafninu Þrasi, sem til var á íslandi í forn-öld.
 
Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 10:00,stundvíslega, þar sem safnast verður saman í bíla,verð fyrir sæti 500-kr.
Vegalengd: um 10. km.
Göngutími: um 3. klst.
GPS til viðmiðunar

Kveðja Ferðafélag Árnesinga

Heimild:
Lögberg 1924
Sögufélagið 1940